Fréttir

11. desember 2014

Tilkynningaskylda fjarskiptafyrirtækja varðandi gagnanotkun á ferðalögum erlendis

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína í máli varðandi tilkynningaskyldu fjarskiptafyrirtækja um gagnanotkun á ferðalögum utan EES – svæðisins. Á EES svæðinu er í gildi reglugerð um reiki á almennum farsímanetum. Reglugerðin inniheldur ákvæði um verðþök og upplýsingaskyldu fjarskiptafyrirtækja til viðskiptavina sinna á ferðalögum. Reglugerðinni er fyrst og fremst ætlað draga úr mismun á gjaldskrám sem fólk greiðir eftir í heimalandi sínu og þegar það er á ferðalögum og tryggja þannig að notendur fartækja á ferðalagi innan svæðisins borgi ekki óhóflegt verð fyrir síma- og netþjónustu. Auk þess að setja verðþök kveður reglugerðin á um upplýsingaskyldu fjarskiptafyrirtæka til viðskiptavina sinna. Þeir skulu fá skilaboð um að þeir séu að nota reikiþjónustu og hvaða verð eru í gildi í viðkomandi landi. Einnig eiga þeir að fá tilkynningu þegar gagnanotkun þeirra hefur náð ákveð...
3. desember 2014

Ákvörðun PFS í deilumáli um frágang ljósleiðaralagna innanhúss

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 32/2014 þar sem skorið er úr deilumáli milli Mílu og Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) vegna frágangs á tengingu ljósleiðara við innanhússlagnir. Míla taldi GR hafa brotið reglur Póst- og fjarskiptastofnunar um innanhússfjarskiptalagnir með því að sjóða strengenda ljósleiðara beint á innanhússlögn í húskassa í stað þess að nota sérstakan tengilista eins og kveðið er á um í reglunum. GR taldi fyrrnefndar reglur ekki eiga við innanhússlagnir úr ljósleiðara og krafðist þess að PFS vísaði kvörtun Mílu frá.
2. desember 2014

Íslandspóstur fær heimild til að loka póstafgreiðslu í Sandgerði

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt beiðni Íslandspósts um heimild til að loka póstafgreiðslu sinni í Sandgerði. Í staðinn ætlar Íslandspóstur að nota póstbíll til að sinna þjónustu við íbúa bæjarfélagsins. Það er mat stofnunarinnar að sú þjónusta sem Íslandspóstur áætlar að komi í stað póstafgreiðslunnar fullnægi gæðakröfum laga um póstþjónustu nr. 19/2002, sem og þeim skyldum sem hvíla á fyrirtækinu sem alþjónustuveitanda.
Tungumál - Enska Leita