Fréttir

11. júlí 2014

Samráð við ESA um markaðsgreiningar á heimtauga- og breiðbandsmörkuðum

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun er lýtur að markaðsgreiningum á heimtauga- og breiðbandsmörkuðum. Annars vegar er um að ræða markað fyrir heildsöluaðgang að föstum aðgangsnetum (markaður 4) og hins vegar fyrir breiðbandsaðgang í heildsölu (markaður 5). PFS hyggst viðhalda útnefningu Mílu, sbr. ákvörðun PFS nr. 26/2007, sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á heimtaugamarkaði (markaður 4) og álagningu viðeigandi kvaða á félagið. Þrátt fyrir innkomu Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og fleiri staðbundinna netrekenda er markaðshlutdeild Mílu enn um 83% og eru enn verulegar aðgangshindranir ríkjandi á viðkomandi markaði að mati PFS. Þá hyggst PFS útnefna Mílu sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á markaði fyrir breiðbandsaðgang í heildsölu (markaður 5) og leggja viðeigandi kvaðir á félagið til að efla samkeppni.
4. júlí 2014

PFS samþykkir beiðni Mílu um veitingu nýrrar tegundar stofnleigulínuþjónustu

PFS hefur veitt Mílu heimild til að hefja veitingu nýrrar tegundar stofnleigulínuþjónustu áður en endanleg ákvörðun PFS um skilmála og verð fyrir þjónustuna liggur fyrir. Um að ræða Ethernet stofnleigulínuþjónustu sem byggir á MPLS-TP tækni. Eins og Míla leggur hina nýju vöru upp hefur hún fjölbreyttari eiginleika en hefðbundin leigulínusambönd, uppfyllir síauknar þarfir fjarskiptamarkaðarins fyrir meiri bandvídd, áhrif vegalengda eru verulega minnkuð í verðskrá og ódýrara verður fyrir viðskiptavini Mílu að kaupa bandbreið sambönd.
2. júlí 2014

PFS veitir Vodafone og Nova heimild til að samnýta tíðniheimildir

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú birt ákvörðun sína, nr. 14/2014, sem veitir Fjarskiptum hf. (Vodafone) og Nova ehf. heimild til samnýtingar á tíðniheimildum félaganna fyrir veitingu 2G/GSM, 3G/UMTS og 4G/LTE þjónustu.
Tungumál - Enska Hafa samband Leita