Fréttir

29. júlí 2014

PFS samþykkir breytingar á viðmiðunartilboði Mílu um bitastraumsaðgang

Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 19/2014 samþykkir stofnunin tileknar breytingar á viðmiðunartilboði Mílu um bitastraumsaðgang. Málið varðar beiðni Mílu um að fá að veita frekari þjónustu á heildsöluskiptum en þá sem varðar aðgangsleið 1 í bitastraumi og kveðið var á um í ákvörðun PFS nr. 38/2012 um aðgangsleið 1. Með framangreindri ákvörðun PFS frá 2012 var leyst úr ágreiningi Vodafone og Símans (nú Mílu) um aðgang Vodafone að umræddri aðgangsleið 1. Var niðurstaða PFS sú að sérstaka heildsöluskipta þyrfti til að slíkur aðgangur yrði að veruleika, m.a. vegna öryggissjónarmiða. Ennfremur þyrfti Vodafone, sem og önnur fjarskiptafyrirtæki sem áhuga hefðu á umræddri aðgangsleið, að taka þátt í kostnaði vegna slíks fyrirkomulags.
23. júlí 2014

PFS samþykkir nýja verðskrá fyrir bitastraumsþjónustu Mílu

Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 17/2014 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu ehf. á verðskrá fyrir bitastraumsaðgang samkvæmt aðgangsleiðum 1 og 3 með tilteknum breytingum. Hin nýju verð eru tilgreind í viðauka I og munu þau taka gildi frá og með 1. ágúst nk. Kostnaðargreiningin kemur í kjölfar ákvörðunar PFS nr. 38/2012 um aðgangsleið 1 sem byggir á ákvörðun PFS nr. 8/2008 um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang. Í samræmi við ákvörðun PFS nr. 38/2012 skal endanlegt uppgjör milli aðila vegna mismunar á bráðabirgðaverðum skv. ákvörðun nr. 38/2012 og þeim verðum sem tilgreind eru í viðauka I fara fram innan mánaðar frá birtingu þessarar ákvörðunar. Það er niðurstaða PFS að ekki skuli gerður greinarmunur á verði fyrir ADSL og VDSL þjónustu í aðgangsleiðum 1 og 3. Mánaðarverð fyrir aðga...
23. júlí 2014

PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um fyrirhugaða vigrun á Ljósveitutengingum Mílu

Póst- og fjarskiptastofnun kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um fyrirhugaða vigrun á Ljósveitutengingum Mílu. Meðfylgjandi eru drög að nýjum viðauka við viðmiðunartilboð Mílu um bitastraumsaðgang vegna fyrirhugaðrar virkjunar vigrunartækni (e. vectoring) á Ljósveitutengingum félagsins síðar á árinu. Um er að ræða fyrirhugaðan viðauka 2a sem ber yfirskriftina „Tækniskilmálar“. Þar kemur m.a. fram að milliheyrsla (e. crosstalk) frá öðrum DSL línum sé ein helsta ástæða truflana og þess að hraði á VDSL tengingum lækkar eftir því sem fleiri nota tæknina. Vigrun er tækni sem eyðir milliheyrslu á milli VDSL tenginga sem fara um sama línubúnt. Þetta gerir það að verkum að merkið verður svipað því og tengingin væri ein á línubúntinu. Til þess að það sé hægt í dag verða öll VDSL merki á línubúnti að koma frá sama búnaði í símstöð eða götuskáp. Einnig verður endabúnaður að styðja tæknina eða ...
Tungumál - Enska Hafa samband Leita