Fréttir

25. september 2014

Viðvörun frá netöryggissveitinni CERT-ÍS

Netöryggissveitin CERT-ÍS hefur sent frá sér viðvörun vegna veikleika sem getur haft alvarleg áhrif í nokkrum tegundum stýrikerfa. Um er að ræða veikleika í svonefndri Bash skel sem finna má í sumum tegundum stýrikerfa. Dæmi um þessi kerfi eru t.d. Linux og OSX. Sjá nánar á vefsíðu CERT-ÍS
25. september 2014

Skylda Mílu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið - Framlengdur frestur til að skila athugasemdum við boðaða ákvörðun PFS

Með tilkynningu hér á vefnum þann 5. september sl. boðaði Póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun sína um skyldu Mílu innan alþjónustu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið. Var hagsmunaaðilum gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við hina boðuðu ákvörðun. Að beiðni hagsmunaaðila hefur stofnunin nú ákveðið að framlenga frest til að skila athugasemdum við hina boðuðu ákvörðun til og með 10. október nk. Sjá nánar í tilkynningu hér á vefnum þann 5. september sl.
24. september 2014

Samráð við ESA um verðsamanburð vegna lúkningarverða í farsímanetum (markaður 7)

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7) til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. PFS hyggst mæla fyrir um að niðurstaða verðsamanburðar sem stofnunin hefur framkvæmt verði grundvöllur hámarks lúkningarverða Símans, Vodafone, Nova, IMC og Tals á árinu 2015. Framkvæmd og niðurstaða verðsamanburðarins er nánar tilgreind í ákvörðunardrögunum. Drögin byggja á ákvörðun PFS nr. 3/2012 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7). Samkvæmt framangreindri ákvörðun PFS nr. 3/2012 skal jafna og lækka hámarks lúkningarverð, þ.e. verð sem farsímafyrirtæki tekur fyrir að ljúka símtali í sínu kerfi sem hefst í öðru kerfi.
Tungumál - Enska Leita