Fréttir

17. september 2014

PFS kallar eftir samráði um gjaldskrá og skilmála Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar

Með ákvörðun PFS nr. 13/2014, dags. 30. júní sl., veitti PFS Mílu heimild til að hefja veitingu nýrra tegunda bitastraumsþjónustu áður en endanleg ákvörðun PFS um skilmála og verð fyrir þjónustuna lægi fyrir. Nánar tiltekið er um að ræða breytingar á viðmiðunartilboði félagsins um bitastraumsaðgang að því er varðar aðgang að VDSL+ fyrirtækjatengingum vegna aðgangsleiða 1 og 3 annars vegar og hins vegar aðgang að lénum og tengiskilum vegna samtengingar fjarskiptafyrirtækja við xDSL og GPON kerfi Mílu vegna aðgangsleiðar 3. Um er að ræða nýja viðauka við umrætt viðmiðunartilboð, þ.e. viðauka 6, 7A og 7B. Fram kom í framangreindri ákvörðun PFS að þau verð sem um ræddi í fyrirhuguðum viðaukum við umrætt viðmiðunartilboð skyldu gilda sem bráðabirgðaverð þar til endanleg verð hefðu verið ákvörðuð af PFS og skyldi uppgjör vegna hugsanlegs verðmismunar fara fram innan mánaðar frá því að sú ák...
15. september 2014

Ákvörðun PFS vegna ólögmæts framsals og óheimillar notkunar á númerum IceCell ehf.

Þann 30. apríl 2014 barst Póst- og fjarskiptastofnun ábending um að farsímanúmeraraðirnar 652 XXXX og 642 XXXX, sem árið 2007 var úthlutað til IceCell ehf., kt. 420407-0330, hafi með tilkynningu til valdra aðila innan GSMA (fr. Groupe Speciale Mobile Association) verið færðar yfir á nafn og kennitölu iCell ehf., kt. 540710-1200. Átti þetta jafnframt við um talsímanúmeraröðina 536 XXXX sem auk þess var tilkynnt fyrir farsímaþjónustu. Þá liggur fyrir að Icecell ehf. hefur ekki greitt lögboðin afnotagjöld af framangreindum númerum síðastliðin ár. Með ákvörðun sinni í dag nr. 22/2014 kemst Póst- og fjarskiptastofnun að þeirri niðurstöðu að IceCell ehf., kt. 420407-0330, hafi brotið alvarlega gegn lögum um fjarskipti nr. 81/2003 með því að framselja tiltekin númeraréttindi til fjarskiptafyrirtækisins iCell ehf. kt. 540710-1200.
12. september 2014

PFS óskar umsagna vegna beiðna Íslandspósts um heimildir til fækkunar dreifingardaga í dreifbýli

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að kalla eftir umsögnum hagsmunaaðila vegna erinda frá Íslandspósti ohf. til stofnunarinnar, dags. 23. júní 2014 þar sem farið er fram á heimild til að fækka dreifingardögum pósts úr fimm niður í þrjá til bæja sem tilheyra dreifbýli í nágrenni tiltekinna þéttbýlisstaða á landinu. Um er að ræða dreifða byggð í nálægð við Bolungarvík, Kópasker, Raufarhöfn, Neskaupstað, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Breiðdalsvík og Djúpavog. Alls er því um að ræða níu aðskildar umsóknir sem taka til þjónustu Íslandspósts við 126 heimili. Samhliða þessari tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar verður sent bréf til viðkomandi sveitarstjórna þar sem vakin er athygli á samráðinu.
Tungumál - Enska Leita