Fréttir

29. ágúst 2014

PFS framlengir frest til að skila umsögnum í samráði um leiðbeiningar vegna uppbyggingar ljósleiðaraneta

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja skilafrest umsagna og athugasemda í samráði um leiðbeiningar til sveitarfélaga um uppbyggingu ljósleiðaraneta sem kallað var eftir þann 14. ágúst sl. Nýr skilafrestur umsagna og athugasemda er til og með 7. september nk.
19. ágúst 2014

PFS kallar eftir samráði um gjaldskrá fyrir lúkningu í farsímanetum

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú framkvæmt verðsamanburð til að ákvarða hámarksverð fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum sem gilda skulu á árinu 2015. Verðsamanburðurinn byggir á ákvörðun PFS nr. 3/2012 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7). Framkvæmd og niðurstaða verðsamanburðarins er nánar tilgreind í þeim ákvörðunardrögum sem hér eru lögð fram til samráðs.
14. ágúst 2014

Samráð um leiðbeiningar til sveitarfélaga um uppbyggingu ljósleiðaraneta

Fyrr á árinu fól innanríkisráðuneytið PFS að útbúa leiðbeiningar til sveitarfélaga og annarra opinberra aðila um uppbyggingu ljósleiðaraneta sem m.a. upplýsa um regluverk EES á sviði samkeppnis- og ríkisstyrkja og kröfur um gerð útboða sem og almennar tæknilegar kröfur. Drög að leiðbeiningum um tæknilega högun við uppbyggingu staðbundins ljósleiðaranets og drög að fyrirmyndum útboðsgagna eru nú birt til samráðs meðal hagsmunaaðila.
Tungumál - Enska Leita