Fréttir

14. apríl 2014

Tölfræðiskýrsla PFS um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2013 komin út

Póst- og fjarskiptastofnun birtir nú nýja tölfræðiskýrslu um íslenskan fjarskiptamarkað. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um fjarskiptamarkaðinn fyrir árin 2011 – 2013. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði.
3. apríl 2014

Samráð við ESA um markaðsgreiningu á leigulínumarkaði

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun er lýtur að markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6), en þann 21. mars sl.efndi PFS til samráðs við ESA um framangreindan markað.
1. apríl 2014

PFS heimilar Íslandspósti að fella niður sérstaka gjaldskrá fyrir blöð og tímarit

Sérstök gjaldskrá fyrir blöð og tímarit hefur lengi verið hluti af þjónustuframboði Íslandspósts og þar á undan Póst- og símamálastofnun. Tilvist hennar byggði á sínum tíma á heimild í lögum þar sem Íslandspósti, sem einkaréttarhafa var gert að annast póstmeðferð utanáritaða dagblaða, vikublaða og tímarita samkvæmt sérstakri gjaldskrá, lægri en fyrir aðrar póstsendingar af sömu þyngd, stærð og umfangi, sbr. 14. gr. laga nr. 145/1996 um póstþjónustu.
Tungumál - Enska Hafa samband Leita