Fréttir

15. september 2014

Ákvörðun PFS vegna ólögmæts framsals og óheimillar notkunar á númerum IceCell ehf.

Þann 30. apríl 2014 barst Póst- og fjarskiptastofnun ábending um að farsímanúmeraraðirnar 652 XXXX og 642 XXXX, sem árið 2007 var úthlutað til IceCell ehf., kt. 420407-0330, hafi með tilkynningu til valdra aðila innan GSMA (fr. Groupe Speciale Mobile Association) verið færðar yfir á nafn og kennitölu iCell ehf., kt. 540710-1200. Átti þetta jafnframt við um talsímanúmeraröðina 536 XXXX sem auk þess var tilkynnt fyrir farsímaþjónustu. Þá liggur fyrir að Icecell ehf. hefur ekki greitt lögboðin afnotagjöld af framangreindum númerum síðastliðin ár. Með ákvörðun sinni í dag nr. 22/2014 kemst Póst- og fjarskiptastofnun að þeirri niðurstöðu að IceCell ehf., kt. 420407-0330, hafi brotið alvarlega gegn lögum um fjarskipti nr. 81/2003 með því að framselja tiltekin númeraréttindi til fjarskiptafyrirtækisins iCell ehf. kt. 540710-1200.
12. september 2014

PFS óskar umsagna vegna beiðna Íslandspósts um heimildir til fækkunar dreifingardaga í dreifbýli

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að kalla eftir umsögnum hagsmunaaðila vegna erinda frá Íslandspósti ohf. til stofnunarinnar, dags. 23. júní 2014 þar sem farið er fram á heimild til að fækka dreifingardögum pósts úr fimm niður í þrjá til bæja sem tilheyra dreifbýli í nágrenni tiltekinna þéttbýlisstaða á landinu. Um er að ræða dreifða byggð í nálægð við Bolungarvík, Kópasker, Raufarhöfn, Neskaupstað, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Breiðdalsvík og Djúpavog. Alls er því um að ræða níu aðskildar umsóknir sem taka til þjónustu Íslandspósts við 126 heimili. Samhliða þessari tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar verður sent bréf til viðkomandi sveitarstjórna þar sem vakin er athygli á samráðinu.
12. september 2014

Grunsamlegir tenglar í tölvupósti - ekki smella!

Sameiginleg fréttatilkynning frá netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, Ríkislögreglustjóra, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankanum og MP banka: Grunsamlegir tenglar í tölvupósti - ekki smella! Bankar og fjármálafyrirtæki biðja aldrei um upplýsingar um notendur í gegnum tölvupóst Nokkuð hefur orðið vart við tölvupóst í vikunni þar sem viðskiptavinir banka eru beðnir um að smella á tengil inni í póstinum og gefa upp notendanafn og aðgangsorð að netbönkum. Almenningur er hvattur til að vera á varðbergi gagnvart slíkum tölvupósti og smella ekki á slíka tengla. Bankar og fjármálafyrirtæki biðja viðskiptavini sína aldrei um notendaupplýsingar í gegnum tölvupóst, né hvetja þá með þeim hætti til að skrá sig inn í heimabanka. Gott er að senda grunsamlega tölvupósta áfram til viðkomandi banka til upplýsingar fyrir starfsfólk hans og eyða síðan viðkomandi skeyti tafarlaust. Ennfremur...
Tungumál - Enska Leita