Beint á efni síðunnar

Umsjón með IE vafra

Ekki er sjálfgefið að netnotkun sé örugg þótt vafrað sé á Netinu með nýjustu útgáfu af vafra og stýrikerfi. Internet Explorer vafrinn frá Microsoft notar ActiveX tækni sem eykur sveigjanleika hans en um leið óöryggi ef ekki er farið að með gát. ActiveX án stjórnunar notandans getur allt til jafns við hann, t.d. að setja ný forrit inn. Þar með talið spilliforrit án þess að spyrja kóng eða prest.

Með tilliti til öryggis mælum við með að notendur noti ekki eldri útgáfu en 7.0 af Internet Explorer. Æskilegt er að fara í Verkfæri> Internetvalkosti (Tools> Internet Options) og stilla:

     

  • Veldu "Öryggi" (Security) og ýttu á "Stilla öll svið á sjálfgefin gildi" (Reset all zones to default level“)
  • Veldu "Persónuvernd" (Privacy) og við "Stillingar" (Settings) ýttu á "Sjálfgildi" (Default)
  • Haltu þig í "Persónuvernd" (Privacy) og hakaðu við "Hindra birtingu flestra sprettiglugga" (Turn on Popup Blocker). Þótt sprettigluggar geti verið nytsamlegir innihalda þeir stundum efni sem er ætlað að villa um fyrir fólki.
  • Í „Ítarlegt" (Advanced) ýttu á "Endurheimta ítarlegar stillingar" (Restore advanced settings)
  • Ef engin skýrig finnst af hverju notkun á Internet Explorer er hægvirk, heldurðu þig í „Ítarlegt" (Advanced) og ýtir á „Endurstilla" (Reset) í "Endurstilla Internet Explorer" (Reset Internet Explore settings).

 

Leita