Tölfræði
Tölfræðiskýrslur PFS um íslenska fjarskiptamarkaðinn
Tvisvar á ári safnar PFS upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsa stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur PFS í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir PFS í nágrannalöndum okkar gefa út.
Gagnatorg PFS
Gagnatorg PFS er ný myndræn og aðgengileg framsetning á völdum gögnum úr tölfræðiskýrslum PFS þar sem auðvelt er að skoða og vinna með einstaka þætti. Gagnatorgið skiptist í fjóra yfirþætti þ.e. Farsímanet, Breiðband, IPTV og Fastanet og síðan í 9 undirflokka sem gera áhugasömum auðvelt fyrir að skoða og velta upp hinum ýmsu hliðum fjarskiptanotkunar á Íslandi.
Það er fyrirtækið Capacent sem útbýr gögnin til birtingar vefnum, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í slíkri framsetningu tölfræðigagna.
Norrænn samanburður á fjarskiptanotkun
Öflugt samstarf er milli norrænna fjarskiptaeftirlitsstofnana og frá árinu 2010 hefur árlega komið út sameiginleg skýrsla þar sem mikilvægir þættir fjarskiptanotkunar íbúa Norðurlandanna eru bornir saman. Skýrslurnar er unnar af vinnuhópi sérfræðinga stofnananna. Á heildina litið hefur fjarskiptanotkun verið mjög lík á Norðurlöndum og íbúar þeirra nýta sér sambærilega tækni á svipaðan máta. Þrátt fyrir það má þó víða sjá einhvern mun á notkun og þróun einstakra þátta.
Árið 2012 bættust tvö Eystrasaltslönd í hópinn, þ.e. Eistland og Litháen þannig að skýrslan fyrir það ár inniheldur samanburð milli sjö landa.
Ýmsir tenglar um tölfræði í fjarskiptum og upplýsingatækni
M.a. hjá Hagstofu Íslands og erlendum aðilum.