Hoppa yfir valmynd
Túngumál EN
Heim

Ákvörðun PFS nr. 18/2015

Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 18/2015, dags 14. júlí 2015, samþykkir stofnunin verð og skilmála Mílu ehf. fyrir ADSL+ og SHDLS+ tengingar á aðgangsleið 1. Verðin og skilmálarnir koma fram í nýjum viðauka við viðmiðunartilboð Mílu um bitastraumsaðgang, viðauka nr. 7C.

Í dag eru ADSL+ og SHDLS+ tengingar aðeins í boði á aðgangsleið 3 en samkvæmt Mílu hafa viðskiptavinir fyrirtækisins óskað eftir að fá að kaupa þessa þjónustu á aðgangsleið 1. Helsti munurinn á milli aðgangsleiðar 1 og 3 felst í flutningi á IP neti.

Bitastraumsþjónusta Míla fellur undir ákvörðun PFS nr. 21/2014 um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir aðgang að heimtaugum (M4) og bitastraumi (M5). Samkvæmt ákvörðuninni er Mílu óheimilt að hefja veitingu nýrrar heildsöluþjónustu á þessum markaði sem ekki hefur verið birt til kynningar með a.m.k. þriggja mánaða fyrirvara. Míla birti tilkynningu um þessa nýju þjónustu á heimasíðu sinni í apríl sl. og er heimilt að bjóða þessa þjónustu frá og með 15. júlí.

Frumdrög að ákvörðun voru lögð fyrir hagsmunaaðila til samráðs hér á vef stofnunarinnar þann 15. apríl sl. Athugasemdir bárust frá 365 miðlum hf. og voru þær sendar til Mílu til umsagnar. Samantekt þeirra athugasemda sem bárust ásamt afstöðu PFS má finna í fylgiskjali II.

Drög að ákvörðuninni, voru send ESA og öðrum eftirlitsstofnunum á EES-svæðinu til samráðs þann 11. júní sl., sbr. ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun, og 7. gr. rammatilskipunar ESB. Þann 10. júlí 2015 barst álit ESA og fylgir það með í fylgiskjali III.

 Ákvörðun PFS nr. 18/2015

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?