Hoppa yfir valmynd
Túngumál EN
Heim

Ákvörðun PFS nr. 24/2017

15. nóvember 2017

Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 24/2017 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu á heildsöluverðum fyrir ljóslínur í götuskápa (markaður 4/2008) og ljóslínur í aðgangsneti (markaður 6/2008) með þeim breytingum sem gerðar voru við meðferð greiningarinnar hjá stofnuninni.

Kostnaðargreining Mílu fyrir aðgang að ofangreindum ljóslínum byggir á þeim kvöðum sem lagðar voru á fyrirtækið með ákvörðunum PFS nr. 8/2014 og nr. 21/2014.

Niðurstaða kostnaðargreiningar Mílu er að gjald fyrir ljóslínu í aðgangsneti, eitt par, hækkar úr 16.583 kr. í 19.595 kr. sem er um 18% hækkun. Aðrar ljóslínur hækka til samræmis. Mjög langt er síðan núverandi verð tók gildi og er hækkunin langt undir hækkun verðlags frá þeim tíma. Hin nýju verð munu taka gildi 1. janúar 2018.

Á tímabilinu 17. júlí til 18. ágúst sl. fór fram innanlandssamráð um umræddar breytingar á gjaldskrá fyrir ljóslínur í götuskápa og ljóslínur í aðgangsneti. Engar athugasemdir bárust í samráðinu.

Drög að ákvörðuninni, voru send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og öðrum eftirlitsstofnunum á EES-svæðinu til samráðs þann 13. október sl. Athugasemdir ESA hafa nú borist og gerði stofnunin ekki efnislegar athugasemdir við ákvörðunardrög PFS. Athugasemdir ESA má finna í viðauka II (sjá skjölin hér fyrir neðan).

Ákvörðun PFS nr. 24/2017 - Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir ljóslínur í götuskápa (Markaður 4/2008) og ljóslínur í aðgangsneti (Markaður 6/2008)

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?