M 15 - Ákvörðun 4/2007
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú lokið greiningu á heildsölumarkaði fyrir aðgang og upphaf símtala annars vegar í GSM farsímanet og hins vegar í NMT farsímanet. Á grundvelli niðurstaðna úr markaðsgreiningunni hefur PFS ákveðið að útnefna Símann með umtalsverðan markaðsstyrk á báðum mörkuðum. Það er jafnframt niðurstaða PFS að Vodafone sé ekki lengur með umtalsverðan markaðsstyrk á farsímamarkaði skv. eldri fjarskiptalögum nr. 107/1999.
PFS hefur ákveðið að leggja á Símann skyldu til að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um aðgang að GSM farsímaneti og þjónustu á heildsölustigi, m.a.um:
- innanlands reiki
- samnýtingu eða samhýsingu
- aðgang til endursölu
- sýndarnetsaðgang.
PFS hefur ákveðið að leggja á Símann skyldu til að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um aðgang til endursölu að NMT farsímaneti og þjónustu. Jafnframt eru lagðar á NMT farsímanet Símans kvaðir um jafnræði, gagnsæi og eftirlit með gjaldskrá.
Markmið fjarskiptalöggjafarinnar og Póst- og fjarskiptastofnunar með markaðsgreiningunni er að greina stöðu samkeppni á fjarskiptamarkaði og leggja á viðeigandi kvaðir til að efla samkeppi, sé hún ekki talin vera nægjanlega virk, eins og sú niðurstaða sem nú liggur fyrir gefur til kynna. Það er von stofnunarinnar að með þessu mikilvæga skrefi muni samkeppni á farsímamarkaði eflast, neytendum til hagsbóta.
Ákvörðun nr. 4/2007 um markað 15 (PDF)
- Viðauki A - Uppfærð greining á M 15 (PDF)
- Viðauki B - Verðsamanburður (PDF)
- Viðauki C - Svör við athugasemdum vegna M 15 (PDF)
- Viðauki D - Svör við athugasemdum við lokadrög (PDF)
- Viðauki E - Athugasemdir ESA: