M 18 - Ákvörðun 31/2008
PFS telur eðlilegt að skilgreina fimm mismunandi þjónustumarkaði fyrir útsendingarþjónustu fyrir útvarpsþjónustu til notenda, sbr. neðangreint:
- Útsendingarþjónusta fyrir hliðrænt hljóðvarp á þráðlausum netum.
- Útsendingarþjónusta fyrir hliðrænt sjónvarp á þráðlausum netum.
- Útsendingarþjónusta fyrir stafrænt hljóðvarp og sjónvarp á þráðlausum netum.
- Útsendingarþjónusta fyrir stafrænt hljóðvarp og sjónvarp á fastanetum.
- Útsendingarþjónusta fyrir starfrænt hljóðvarp og sjónvarp um gervihnött.
Hindranir eru á því að komast inn á markaðinn
Markaðurinn hefur ekki eiginleika til að þar sé virk samkeppni
Almennar samkeppnisreglur duga ekki til að afnema hindranir eða efla samkeppni
Niðurstaða PFS var á þá leið að ofangreindir fjórir markaðir fyrir útsendingarþjónustu uppfylltu ekki ofangreind þrjú skilyrði svo að til greina komi að leggja fyrirfram kvaðir á fyrirtæki á viðkomandi mörkuðum. Þar af leiðandi hyggst PFS ekki útnefna neitt fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi mörkuðum. Þar sem ekkert fyrirtæki er útnefnt með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi mörkuðum verða engar kvaðir lagðar á þau.
Ákvörðun PFS nr. 31/2008 (PDF)
- Viðauki A - Greining á markaði 18 (PDF)
- Viðauki B - Athugasemdir hagsmunaaðila og niðurstöður samráðs (PDF)
- Viðauki C - Álit Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) (PDF)