M 8-10 - Ákvörðun 29/2008
4. desember 2008
Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið ákvörðun nr. 29/2008 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir upphaf símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 8), heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 9) og heildsölumarkaði fyrir flutning símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 10).
PFS hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. sé með umtalsverðan markaðsstyrk á öllum þremur mörkuðunum 8, 9 og 10 og hefur útnefnt félagið með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim. Með ákvörðuninni eru lagðar eftirfarandi kvaðir á Símann á mörkuðum 8, 9 og 10:- Kvöð um aðgang að fastasímneti og þjónustu fyrir upphaf símtala á heildsölustigi, aðgang að lúkningu í fastasímneti og þjónustu fyrir lúkningu símtala á heildsölustigi og flutning símtala í fastaneti og meðfylgjandi reikningagerð ef með þarf.
- Kvöð um jafnræði
- Kvöð um gagnsæi og birtingu viðmiðunartilboðs
- Kvöð um bókhaldslegan aðskilnað
- Kvöð um eftirlit með gjaldskrá og kostnaðarbókhald
PFS hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að Og fjarskipti ehf. (Vodafone) sé með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum (markaður 9) og hefur útnefnt félagið með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim markaði. Með ákvörðuninni eru lagðar eftirfarandi kvaðir á Vodafone á markaði 9:
- Kvöð um aðgang í formi lúkningar símtala í fastaneti
- Kvöð um jafnræði
- Kvöð um gagnsæi, m.a. opinber birting verðskrár
- Kvöð um eftirlit með gjaldskrá
Ákvörðun PFS nr. 29/2008 (PDF) 4. desember 2008
Viðauki A - Greining á mörkuðum 8, 9 og 10 (PDF)
Viðauki B - Athugasemdir hagsmunaaðila og niðurstöður úr báðum umferðum samráðs vegna greiningar á mörkuðum 8, 9 og 10 (PDF)
Viðauki C - Álit Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) PDF)
Viðauki D - Skýringar varðandi útfærslu kvaðar um eftirlit með gjaldskrá á markaði 9 (PDF)