Hoppa yfir valmynd
Túngumál EN
Heim

Net- og upplýsingaröryggi

Póst- og fjarskiptastofnun hefur mikilvægt hlutverk gagnvart almenningi varðandi net- og upplýsingaöryggi og er í samstarfi við aðra sem vinna að öryggismálum á Netinu.


Upplýsingavefur PFS fyrir almenning - Netöryggi.is

PFS heldur úti sérstökum upplýsingavef um örugga netnotkun sem ætlaður er almenningi: www.netöryggi.is
Á vefnum er að finna tæknilegar upplýsingar og leiðbeiningar fyrir einstaklinga og fyrirtæki um hvernig best er að tryggja öryggi notenda, gagna og búnaðar.

 


Persónuupplýsingar í fjarskiptum

Hér á vefnum eru spurningar og svör um persónuupplýsingar í fjarskiptum

 


Netöryggissveit PFS, CERT-ÍS

Markmiðið með starfsemi netöryggissveitarinnar er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Netöryggissveit PFS heldur úti eigin vefsíðu www.cert.is þar sem nálgast má frekari upplýsingar um starfsemi hennar.

 


Reglur fyrir fjarskiptafyrirtæki um netöryggi

Skv. lögum nr. 39/2007 um breytingu á fjarskiptalögum nr. 81/2003 setti PFS reglur um vernd upplýsinga í fjarskiptanetum og virkni þeirra og reglur um vernd, virkni og gæði IP fjarskiptaþjónustu og undirliggjandi IP neta.

Sjá reglurnar í Stjórnartíðindum:

 


Samstarf við SAFT

PFS er í samstarfi við og á fulltrúa í stýrihópi SAFT verkefnisins um net- og upplýsingaöryggi barna og unglinga sem haldið er úti af Heimili og skóla, landssamtökum foreldra.  

 


 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?