Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Póstþjónusta

 • Alþjónusta í pósti
  Í alþjónustu skal að lágmarki felast aðgangur að póstafgreiðslu og póstþjónustu vegna bréfa- og orðsendinga með utanáskrift, annarra sendinga, markpósts og dagblaða, vikublaða, tímarita, bóka og verðlista með utanáskrift, ábyrgðasendinga, tryggðra sendinga, fjármunasendinga og blindrasendinga allt að tveimur kílóum og bögglasendinga allt að tuttugu kílóum.
 • Burðargjöld
  Póstrekendur ákveða gjaldskrá fyrir póstþjónustu. Hún skal taka mið af raunkostnaði við að veita alþjónustu að viðbættum hæfilegum hagnaði. Gjöld skulu vera almenningi viðráðanleg og tryggja aðgang hað þjónustunni. Gefa skal út gjaldskrá fyrir póstþjónustu sem er í einkarétti og er hún háð samþykki PFS.
  Yfirlit yfir ýmis viðbótargjöld Íslandspóst - dags: 30 desember 2019   
  Gjald á erlendar póstsendingar - dags:  13. desember 2019
 • Opnunartími
  Opnunartími ræðst af almennum opnunartíma samsvarandi þjónustu en einnig má taka mið af fjölda íbúa og stærð svæðis sem afgreiðslustaður þjónar.

 • Losun póstkassa
  Móttöku- og söfnunarstaði fyrir póstsendingar sem falla undir alþjónustu skal tæma a.m.k. einu sinni hvern virkan dag. Rekstrarleyfishöfum er í sjálfsvald sett á hvaða tímum það er gert.

 • Gæði póstþjónustu 
  Að lágmarki skal 85 af hundraði innanlandspósts í hraðasta flokki borinn út daginn eftir póstlagningu og 97 af hundraði innan þriggja daga. Fyrir póst í hraðasta flokki milli landa á evrópska efnahagssvæðinu skal að lágmarki 85 af hundraði borinn út innan þriggja daga frá póstlagningu og 97% innan fimm daga.

 • Afhending 
  Rekstrarleyfishafar í alþjónustu geta afhent viðtakendum sendingar með því að láta sækja þær á afgreiðslustað,  með því að bera þær út til viðtakenda eftir því sem póstfang segir til um eða með því setja þær í pósthólf á afgreiðslustöðum.
  Almennar bréfasendingar teljast réttilega afhentar þegar þeim hefur verið komið í hendur skráðs viðtakanda eða einhverjum á heimili hans, starfsmanni í móttöku ef viðtakandi er fyrirtæki eða í gegnum bréfarifu á hurð viðtakanda eða í bréfakassa ef viðkomandi er þar merktur.

 • Umbúðir og merking hættulegra póstsendinga
  Sendendur skulu ganga frá póstsendingum sem valdið geta skaða, smiti eða veikindum á þann veg að öryggi póststarfsmanna, flutningamanna og viðtakenda sé tryggt. Þær skal merkja eftir innihaldi á eftirfarandi hátt:
  1. Sendingar með lífræn auðskemmd efni og smitandi efni skal merkja með orðunum “smitandi efni”.
  2. Sendingar með lífrænum auðskemmdum en skaðlausum efnum skal merkja með  “auðskemmd smitlaus efni”.
  3. Sendingar með geislavirkum efnum skal merkja með miða sem á stendur “geislavirk efni”.
 • Reglur Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) gilda um frágang sendinga og hvaða geislavirk efni má senda með pósti.

 • Fyrning skaðabótakrafna
  Réttur til skaðabóta fellur niður sé þeirra ekki krafist innan sex mánaða frá því að viðkomandi póstsending var afhent til flutnings.

Ákvarðanir PFS og úrskurðir úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála > Sjá Ákvarðanir og úrskurðir um póstmál hér á vefnum

Lög, reglugerðir og reglur um póst > Sjá Lög og reglur hér á vefnum

Kvartanaleiðir
Notendur sem vilja kvarta yfir póstþjónustu ber að snúa sér til viðkomandi póstrekanda. Rekstrarleyfishafar í alþjónustu eiga að semja reglur um meðferð kvartana. Telji notendi að póstrekandi hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um póstþjónustu eða gegn skilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða í rekstrarleyfi, getur hann beint kvörtun til PFS. Stofnunin skal leita álits póstrekanda á kvörtuninni og jafnframt freista þess að jafna ágreining á skjótan hátt. Náist ekki samkomulag skal úr ágreiningi skorið með ákvörðun.  Ákvarðanir PFS má kæra til  úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Kæra skal berast nefndinni innan fjögurra vikna frá því að viðkomanda varð kunnugt um ákvörðun stofnunarinnar.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?