Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

Gæði í póstþjónustu

Póst- og fjarskiptastofnun hefur sett reglur um viðmið í gæði þeirrar póstþjónustu sem telst til alþjónustu. Í reglunum er m.a. kveðið  á um hver skuli vera lengstur tími frá móttöku pósts til útburðar fyrir ákveðinn hundraðshluta póstsendinga. Einnig eru ákvæði um lágmarksopnunartíma póstafgreiðslustaða, hversu oft póstkassar skulu tæmdir á degi hverjum, hámarkstíma frá því að póstur berst til landsins og þangað til hann er borinn út og hámarkstíma frá því póstur til útlanda er móttekinn þar til hann er afhentur flutningsaðila. 

Gæðakröfur vegna póstsendinga milli landa á evrópska efnahagssvæðinu skulu vera í samræmi við ákvæði í viðauka með lögum um póstþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun skal hafa eftirlit með því að gæðakröfur séu virtar.

Á hverju ári eru gerðar gæðakannanir á póstdreifingu innanlands og til útlanda til að fylgjast með því hvort lágmarkskröfur um afhendingartíma eru uppfylltar.  Myndirnar hér fyrir neðan sýna niðurstöður gæðamælinga á afhendingartíma fyrir árin 2010 til 2016 innanlands og 2011 til 2016 til útlanda.


Innanlands innan eins dags frá póstlagningu

A póstur
Samkvæmt reglugerð skal að lágmarki 85% af pósti í hraðasta flokki borinn út daginn eftir að hann hefur verið lagður í póst (D + 1). Samkvæmt mælingum Capacent var afhending 87% af þessum A pósti innan settra viðmiðunarmarka árið 2016.

Súlurit_gæði í póstþjónustu. A póstur, D+1_2010-2016. Árið 2016 voru 87% pósts borin út daginn eftir póstlagningu 

 

Innanlands innan þriggja daga frá póstlagningu

A póstur
Samkvæmt reglugerð skal að lágmarki 97% af pósti í hraðasta flokki borinn út innan þriggja daga (D + 3) frá póstlagningu. Samkvæmt mælingum Capacent var afhending 99% af þessum A pósti innan settra viðmiðunarmarka árið 2016.

 Súlurit_gæði í póstþjónustu. A póstur, D+3_2010-2016. Árið 2016 voru 99% borin út daginn eftir póstlagningu

B póstur
Gæðamarkmið Póstsins miðast við að 85% af B-pósti séu borin út þremur virkum dögum eftir póstlagningu, ef póstlagt er fyrir síðasta skilgreinda póstlagningartíma. Samkvæmt mælingum Capacent var afhending 97% af B pósti innan settra viðmiðunarmarka árið 2016.

Súlurit_gæði í póstþjónustu. B póstur, D+3_2011-2016. Skv. mælingu falla 97% innan gæðaviðmiðs árið 2016

 

Til útlanda innan þriggja daga frá póstlagningu

Samkvæmt reglugerð skal að lágmarki 85% af pósti í hraðasta flokki (A póstur Prioritaire) til landa innan evrópska efnahagssvæðisins borinn út innan þriggja daga frá póstlagningu, (J + 3). Samkvæmt mælingum Capacent var afhending 76% af þessum pósti innan settra viðmiðunarmarka árið 2016.

 Súlurit_gæði í póstþjónustu. Útlönd, J+3_2011-2016. Mæling sýnir að 76% falla innan gæðaviðmiðs árið 2016.

 

Til útlanda innan fimm daga frá póstlagningu

Samkvæmt reglugerð skal að lágmarki 97% af pósti í hraðasta flokki (A póstur Prioritaire) til landa innan Evrópska efnahagssvæðisins borinn út innan fimm daga frá póstlagningu (J + 5). Samkvæmt mælingum Capacent var afhending 95% af þessum pósti innan settra viðmiðunarmarka árið 2016.

Súlurit_gæði í póstþjónustu. Útlönd, J+5_2011-2016. Skv. mælingu falla 95% innan gæðaviðmiðs árið 2016.

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?