Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

PFS birtir drög að reglum um virkni fjarskiptaneta og vernd upplýsinga

14. maí 2007

Á síðasta löggjafarþingi Alþingis voru samþykkt lög nr. 39/2007 um breytingu á lögum um fjarskipti nr. 81/2003. Var tilgangur lagabreytinganna einkum að auka öryggi í fjarskiptum, auka neytendavernd og að styrkja ákvæði laganna er fjalla um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs.

Meðal þess sem breytingarlögin kveða á um er að Póst- og fjarskiptastofnun skuli setja reglur annars vegar um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum og hins vegar um virkni almennra fjarskiptaneta, sbr. b.-lið 9. gr. þeirra.

Er hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum gefinn kostur á því að koma athugasemdum við efni þessara reglna á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun.

Frestur til að senda inn athugasemdir er til 5. júní nk.  
Senda skal athugasemdir merktar  "Athugasemdir við reglur" með tölvupósti á pta@pfs.is eða í pósti: Póst- og fjarskiptastofnun, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík. 

 

Hér fyrir neðan eru drög að fyrrnefndum reglum á pdf formi

Reglur um virkni almennra fjarskiptaneta - Drög (PDF)

Reglur um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum - Drög (PDF)

 

Til baka