Hoppa yfir valmynd

PFS hefur hafnað umsókn IP-fjarskipta ehf um tíðniheimild fyrir GSM 1800 farsímakerfi

Tungumál EN
Heim

PFS hefur hafnað umsókn IP-fjarskipta ehf um tíðniheimild fyrir GSM 1800 farsímakerfi

26. júní 2007

Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið ákvörðun um að hafna umsókn IP-fjarskipta ehf. um tíðniheimild fyrir GSM 1800 farsímakerfi.  Er umsókn IP-fjarskipta ehf. hafnað á grundvelli ónógra upplýsinga í tilboði fyrirtækisins um fjárhagsstöðu og tæknilega getu, sem krafist var samkvæmt kafla 2.4 í  útboðslýsingunni, auk þess sem

lýsingu á uppbyggingu á fyrirhuguðu fjarskiptaneti vantaði í tilboðið.Í ákvörðuninni segir m.a.:
"...er það álit Póst- og fjarskiptastofnunar að umsókn IP-fjarskipta ehf. sé haldin verulegum annmörkum og að í ljósi meginreglunnar um jafnræði sé ekki unnt að heimila fyrirtækinu að bæta úr henni að liðnum útboðsfresti. Því er það niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar að ekki verði komist hjá því að hafna umsókn IP-fjarskipta ehf."

Ákvörðun PFS nr. 12/2007 um höfnun á umsókn IP-fjarskipta ehf. um tíðniheimild fyrir GSM 1800 (PDF)


 

Til baka