5. september 2007
PFS hefur birt ákvörðun í í kvörtunarmáli vegna ófullnægjandi sundurliðunar talsímareikninga.
Í ákvörðunarorðum segir:
"Sú framkvæmd Símans hf. að sundurliða ekki að eigin frumkvæði reikninga áskrifenda sinna í talsímaþjónustu brýtur ekki gegn 1. mgr. 38. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti. Óski áskrifandi í talsímaþjónustu hins vegar eftir að fá reikninga sína sundurliðaða eftir notkun er Símanum hf. skylt að verða við þeirri ósk án þess að gjald komi fyrir."
Sjá ákvörðunina í heild:
Ákvörðun nr. 18/2007 í kvörtunarmáli vegna ófullnægjandi sundurliðunar talsímareikninga (PDF)
Til baka