Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

Málþing um fjarskipti fatlaðra 26.sept

5. október 2007

Norræni samstarfshópurinn um fjarskipti fyrir fatlaða NFTH hélt samráðsfund í Reykjavík dagana 24. - 25. september 2007.  Póst- og fjarskiptastofnun tekur þátt í starfi hópsins fyrir hönd Íslands og var gestgjafi fundarins hér á landi, en hópurinn hittist tvisvar á ári.

Í framhaldi af fundi hópsins stóð PFS fyrir opnu málþingi um fjarskipti fatlaðra.  Á málþinginu bar hæst umræður um hvernig þriðju kynslóðar farsímar nýtast fötluðum og aðgengi fatlaðra að efni á Netinu.   M.a. efnis á málþinginu var kynning Andreas Richter frá Hjálpartækjastofnun Svíþjóðar á prófunum sem gerðar hafa verið þar í landi á þriðju kynslóðar farsímum með tilliti til fatlaðra, Jensína K. Böðvarsdóttir frá Símanum sagði frá verkefni Símans um að gera fötluðum notendum kleift að nýta sér þriðju kynslóðar farsíma, Fríða Vilhjálmsdóttir frá Sjá - vefráðgjöf ræddi um aðgengi fatlaðra að vefsíðum á Netinu, Haukur Vilhjálmsson ræddi um aðgengi heyrnarlausra að Netsíðum og Birkir Rúnar Gunnarsson ræddi um þróun fjarskiptatækninnar og notkunarmöguleika blindra notenda.

Sjá dagskrá málþingsins í tilkynningu hér á vefnum frá 25. september sl.

 

Til baka