Hoppa yfir valmynd

PFS samþykkir umsókn Neyðarlínunnar um framlag úr jöfnunarsjóði fyrir árið 2008

Túngumál EN
Heim

PFS samþykkir umsókn Neyðarlínunnar um framlag úr jöfnunarsjóði fyrir árið 2008

27. nóvember 2007

Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt umsókn Neyðarlínunnar hf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu fyrir árið 2008. Mun framlagið nema rúmum 30 milljónum króna og skal greiðast með fyrirvara um stöðu jöfnunarsjóðs. 

Í jöfnunarsjóð greiða fjarskiptafyrirtæki skv. 22. gr laga um fjarskipti nr. 81/2003 .
Póst- og fjarskiptastofnun er vörsluaðili jöfnunarsjóðs og er fjárhagur hans algerlega aðskilinn frá fjárhag stofnunarinnar að öðru leyti.  Framlög úr honum verða því að fara eftir stöðu sjóðsins hverju sinni.

Ákvörðun PFS nr. 23/2007 - Umsókn Neyðarlínunnar hf. um framlag úr jöfnunarsjóði fyrir árið 2008

Til baka