Hoppa yfir valmynd

Tölfræðiskýrsla um íslenskan fjarskiptamarkað 2006

Túngumál EN
Heim

Tölfræðiskýrsla um íslenskan fjarskiptamarkað 2006

2. júní 2008

Tölfræðiskýrsla PFS um íslenskan fjarskiptamarkað fyrir árið 2006 hefur verið birt hér á vefnum.  Skýrslan sem nú birtist er unnin á árinu 2007 en birting hennar dróst þar sem Og fjarskipti ehf. töldu PFS ekki heimilt að birta tilteknar upplýsingar sem þar er að finna og kærðu ákvörðun PFS um birtinguna til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála.  Nefndin sendi frá sér úrskurð sinn þann 30. maí sl. þar sem ákvörðun PFS er staðfest og tekið fram að PFS sé falið ákveðið mat á því hvaða upplýsingar skuli birtar, í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar, önnur lög og alþjóðasáttmála, góða stjórnsýsluhætti og eðli máls.

Hér er um að ræða ítarlegar tölfræðiupplýsingar um fjarskiptamarkaðinn 2006 og verður sams konar skýrsla  fyrir árið 2007 birt á næstunni.  Stefnt er að því að slíkar skýrslur verði birtar tvisvar á ári.

Tölfræði um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2006 (PDF)

Til baka