Hoppa yfir valmynd

ESA kallar eftir samráði hagsmunaaðila um endurskoðun tilmæla sinna vegna vöru- og þjónustumarkaða á sviði fjarskipta.

Túngumál EN
Heim

ESA kallar eftir samráði hagsmunaaðila um endurskoðun tilmæla sinna vegna vöru- og þjónustumarkaða á sviði fjarskipta.

24. júní 2008

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur kallað eftir almennu samráði vegna  endurskoðunar  á  tilmælum sínum nr. 194/04/COL frá 2004 , um  viðkomandi vöru- og þjónustumarkaði á sviði fjarskipta.
Tilmælin frá 2004 voru sá grunnur sem notaður var til að skilgreina þá markaði fjarskiptageirans þar sem ástæða var talin fyrir sértækar  reglur og fyrirframkvaðir til að efla samkeppni.  Í samræmi við samkeppnislög sem gilda innan EES ríkjanna voru skilgreindir 18 slíkir markaðir.

Eftirlitsstofnanir innan EFTA ríkjanna á sviði fjarskipta byggja markaðsgreiningar sínar á þessum tilmælum sem nú eru í endurskoðun.

Auk eftirlitsstofnana á borð við PFS innan EFTA ríkjanna er fjarskiptafyrirtækjum, neytendum og öðrum hagsmunaaðilum boðið að senda inn umsagnir og athugasemdir.

Umræðuskjalið og aðrar upplýsingar má nálgast á fréttatilkynningu á vefsíðu ESA.

Frestur til að senda inn umsagnir/athugasemdir er til 16. júlí 2008.  Beðið er um að þær séu á ensku og skal senda þær á netfangið ecom@eftasurv.int.

Nánari upplýsingar veita Björn Geirsson forstöðumaður lögfræðideildar PFS (netfang: bjorn(hjá)pfs.is) eða Óskar Hafliði Ragnarsson lögfræðingur hjá PFS (netfang: oskarh(hjá)pfs.is)

Til baka