Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

Drög að nýjum reglum um númera- og þjónustuflutning

18. júlí 2008

Póst- og fjarskiptastofnun hefur gert drög að breyttum reglum um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum og hafa þau nú verið birt á heimasíðu stofnunarinnar.
Í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun, óskar stofnunin hér með eftir umsögnum hagsmunaaðila, vegna ofangreinds.

Svarfrestur til þess að koma að rökstuddum tillögum eða athugasemdum við meðfylgjandi drög er gefinn til 8. ágúst nk.

Sérstakar fyrirspurnir vegna ofangreinds má senda á netfangið ingahelga@pfs.is en sérstakar athugasemdir og rökstuddar tillögur skulu sendar formlega til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir ofangreindan svarfrest.

Til baka