Hoppa yfir valmynd

PFS hefur birt ákvörðun nr. 15/2008 í ágreiningsmáli Og fjarskipta ehf. (Vodafone) og Símans hf. um afslátt af verði fyrir bitastraumsaðgang til endursölu

Túngumál EN
Heim

PFS hefur birt ákvörðun nr. 15/2008 í ágreiningsmáli Og fjarskipta ehf. (Vodafone) og Símans hf. um afslátt af verði fyrir bitastraumsaðgang til endursölu

24. júlí 2008

Póst- og fjarskiptastofnun tók þann 18. júlí s.l. ákvörðun þess efnis að Símanum er skylt uppfylla skyldu sína og fara að þeim kvöðum sem lagðar voru á fyrirtækið með ákvörðun PFS nr. 8/2008 (  um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang (markaður 12)), frá 18. apríl 2008, og veita bitastraumsaðgang án hindrana og verðleggja allar ADSL tengingar til Vodafone í samræmi við kvöð um eftirlit með gjaldskrá skv. fyrrnefndri ákvörðun.

Í ákvörðunarorðum segir m.a.:
„  Síminn skal í viðskiptum sínum við Vodafone, frá og með 18. apríl s.l., veita fyrirtækinu að lágmarki 35% afslátt (35% smásala mínus) af öllum ADSL tengingum sem það kaupir í heildsölu, enda uppfylli Vodafone lágmarkskilyrðið um endursölu á að lágmarki 75 tengingum  .“

Ákvörðun PFS nr. 15/2008 í ágreiningsmáli Og fjarskipta ehf. og Símans hf. um afslátt af verði fyrir bitastraumsaðgang til endursölu

 

 

 

Til baka