Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS: Gjaldskrá Nova ekki í vegi fyrir sanngjörnum samtengisamningi við Símann

Tungumál EN
Heim
22. ágúst 2008

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 22/2008 í ágreiningsmáli Símans hf. og Nova ehf. um gjaldskrá Nova fyrir lúkningu símtala í farsímaneti fyrirtækisins. 

Með ákvörðun PFS nr. 2/2008, í janúar sl., komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að ágreiningur Símans hf. og Nova ehf. um samtengiverðskrá Nova, sbr. bókun fyrirtækjanna, dags. 6. júlí 2007, ætti undir Póst- og fjarskiptastofnun og að hún hefði viðhlítandi valdheimildir til að skera úr um ágreiningsefnið.

Með bréfi, dags. 10. janúar 2008 var Nova og Símanum gefinn kostur á að koma að sínum sjónarmiðum varðandi þann efnisþátt málsins sem snéri að gjaldskrá Nova fyrir samtengingarþjónustu. Athugasemdir fyrirtækjanna bárust með bréfum, dags. 15. febrúar.

Síminn taldi að verðmunur á samtengiverðskrá Símans og Nova væri óeðlilega hár og krafðist þess að PFS tæki ákvörðun um að lækka lúkningarverð og tengigjald Nova ehf.

Niðurstaða PFS er að gjaldskrá Nova sé ekki háð neinum þeim efnislegu annmörkum sem leiða til þess að hún verði talin takmörkun eða hindrun í vegi þess að komið sé á sanngjörnum samtengisamningi við Símann. Því verði það hvorki talið nauðsynlegt né standi til þess lagaforsendur, með heimild í 24. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003, sbr. og 9. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun, að hafa afskipti af gjaldskrá Nova fyrir lúkningu símtala inn í farsímanet fyrirtækisins. Gjaldskrá fyrirtækisins sem birtist í samtengingarsamningi fyrirtækisins við Símann, dags. 6. júlí 2007, Viðauki 1b, með þeirri breytingu sem fyrirtækið tilkynnti þann 30. maí s.l. til PFS og tók gildi 1. júní 2008, skuli því gilda í uppgjörum á milli aðila.

Ákvörðunina í heild má lesa hér fyrir neðan (PDF form):

Ákvörðun PFS nr. 22/2008 í ágreiningsmáli Símans hf. og Nova ehf. um gjaldskrá Nova fyrir lúkningu símtala í farsímaneti fyrirtækisins - 14. ágúst 2008

Sjá einnig ákvörðun PFS nr. 2/2008 frá 11. janúar 2008 um ágreining Símans hf. og Nova ehf. um samtengingargjöld.

 

 

Til baka