Hoppa yfir valmynd

PFS efnir til afmarkaðs aukasamráðs á mörkuðum 4 og 5

Tungumál EN
Heim

PFS efnir til afmarkaðs aukasamráðs á mörkuðum 4 og 5

20. desember 2013

Þann 7. mars 2013 efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um greiningu á mörkuðum fyrir heildsöluaðgang að föstum aðgangsnetum (markaður 4) og bitastraumsaðgang í heildsölu (markaður 5). Samráðsfrestur rann út þann 7. maí sl. Athugasemdir bárust frá Mílu, Símanum, Vodafone, Tali og Inter.

PFS hefur nú yfirfarið þær athugasemdir sem fram hafa komið. Frá því að efnt var til framangreinds samráðs hefur það m.a. gerst að sátt var undirrituð á milli Samkeppniseftirlitsins og Skipta hf., dags. 26. mars sl., þar sem ýmis verkefni voru flutt frá Símanum til Mílu, þ.m.t. xDSL þjónustan sem fjallað er um á markaði 5. Ýmsar aðrar breytingar hafa ennfremur átt sér stað á umræddum mörkuðum á þeim mánuðum sem liðnir eru síðan efnt var til umrædds samráðs.

Með hliðsjón af ofangreindri þróun umræddra markaða og athugasemda markaðsaðila í framangreindu samráði telur PFS rétt að efna til aukasamráðs um nánar tilgreindar efnisbreytingar sem PFS hyggst gera á frumdrögunum. Hér að neðan verður gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á frumdrögunum. Því er ekki um að ræða nýtt heildarsamráð á umræddum mörkum heldur aðeins afmarkað aukasamráð. PFS leggur nánar tiltekið til breytingar í tengslum við neðangreinda þætti:

1. Sátt Samkeppniseftirlitsins og Skipta hf. frá 26. mars 2013
2. Kvaðir um eftirlit með gjaldskrá Mílu á mörkuðum 4 og 5
3. Aðgangsleið 4 felld brott
4. Styttri tilkynningartími Mílu vegna nýframkvæmda og uppfærslu kerfa á mörkuðum 4 og 5
5. Vægi aðgangsleiðar 2 gert meira í dreifbýli

Hér með er óskað viðbragða hlutaðeigandi aðila við framangreindum breytingum á frumdrögunum.

Athugasemdir skulu berast með pósti eða með tölvupósti til Póst- og fjarskiptastofnunar, stílaðar á Guðmann Braga Birgisson (gudmann(hjá)pfs.is) ekki síðar en 24. janúar 2014.

Sjá samráðsskjal:
Aukasamráð um tilteknar breytingar á frumdrögum markaðsgreiningar á heildsölumörkuðum fyrir aðgang að föstum aðgangsnetum og breiðbandsaðgang (markaðir 4 og 5) (PDF)

Til baka