Hoppa yfir valmynd

PFS framlengir samráðsfrest vegna markaða 6 og 7

Túngumál EN
Heim

PFS framlengir samráðsfrest vegna markaða 6 og 7

6. janúar 2014

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest hagsmunaaðila til að skila inn umsögnum og athugasemdum í samráði sem auglýst var þann 27. nóvember sl. um frumdrög að markaðsgreiningu á tveimur leigulínumörkuðum. Annars vegar er um að ræða heildsölumarkað fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6) og hins vegar smásölumarkað fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7 skv. eldri tilmælum ESA).

Frestur til að skila inn umsögnum um samráðsskjölin hefur verið framlengdur til 20. Janúar 2014. Frekari frestur verðurekki veittur.


Sjá nánar í auglýsingu um samráðið frá 27. nóvember sl.


Til baka