Hoppa yfir valmynd

Nýjung á vef PFS: Fjarskiptakort - hvar nærðu sambandi?

Túngumál EN
Heim

Nýjung á vef PFS: Fjarskiptakort - hvar nærðu sambandi?

30. janúar 2014

Meðal nýjunga á vef Póst- og fjarskiptastofnunar eru gagnvirk fjarskiptakort yfir Ísland. Kortin sýna dreifingu GSM, 3G og 4G fjarskiptamerkja.

Tvö kortanna, GSM skuggakort og 3G skuggakort, sýna skuggasvæði í útbreiðslu, þ.e. svæði þar sem erfitt eða ómögulegt er að ná sambandi.

Þriðja kortið, 4G kortið, sýnir hins vegar hvar líklegast er að ná sambandi með þeirri tækni.

Hafa ber í huga að kortin sýna merkjasendingar allra fjarskiptafyrirtækjanna og að upplifun notenda getur því verið mismunandi eftir því hjá hvaða fjarskiptafyrirtæki þeir eru.

Hægt er að stækka kortin, allt niður í mælikvarðann 1:50 þúsund. Skuggasvæði sem eru innan við 500 m., þ.e. minnstu götin í dreifikerfum sjást þó ekki.

Kortin byggjast á upplýsingum frá öllum fjarskiptafyrirtækjunum og miðast við bestu hugsanlegu aðstæður. Gera þarf ráð fyrir að t.d. veður, landslag og aðrir hugsanlegir utanaðkomandi þættir geti haft áhrif á dreifingu fjarskiptamerkja til eða frá.

Innan PFS er unnið að því að slík kort verði birt fyrir allar tegundir þráðlausra fjarskipta, þ.m.t. hljóðvarp og sjónvarp.

Sjá kortin:

GSM skuggakort

3G skuggakort

4G útbreiðslukort

 

Til baka