Hoppa yfir valmynd

Samráð um leiðbeiningar til sveitarfélaga um uppbyggingu ljósleiðaraneta

Túngumál EN
Heim

Samráð um leiðbeiningar til sveitarfélaga um uppbyggingu ljósleiðaraneta

14. ágúst 2014

Þann 4. mars 2014 barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) beiðni frá innanríkisráðuneytinu um að stofnunin myndi taka að sér gerð á leiðbeiningum fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfa. Þar var óskað eftir því að leiðbeiningarnar fælu í sér m.a. upplýsingar um regluverk EES á sviði samkeppnis- og ríkisstyrkja, almennar tæknikröfur, almennt um kröfur á útboðum ásamt fyrirmynd að útboðsgögnum og fyrirmynd að samning við fjarskiptafyrirtæki um tengingu og rekstur ljósleiðarakerfis. Ásamt ofangreindu fór ráðuneytið fram á að útkoman yrði kynnt bæði á fundum og á vefsíðu stofnunarinnar.

Hefur slík vinna þegar farið af stað af hálfu PFS og er langt á veg komin, en áætlað er að umrædd skýrsla verði birt um miðjan september nk. Í ljósi framangreinds kallar stofnunin eftir samráði við hagsmunaaðila vegna þess hluta skýrslunnar sem fjallar um tæknilega högun við uppbyggingu staðbundins ljósleiðaranets, en ætla má að hagsmunaaðilar, þ.m.t. sérfræðingar á þessu sviði, kunni að hafa gagnlegar ábendingar um leiðbeiningar hvað þetta varðar. Samráðsskjalið hér fyrir neðan inniheldur annars vegar drög að greinargerð um staðbundin ljósleiðaranet og hins vegar fyrirmynd að útboðsgögnum fyrir ljósleiðaranet.

Hér með er óskað viðbragða og athugasemda hlutaðeigandi aðila. Athugasemdir skulu berast með pósti eða með tölvupósti til Póst- og fjarskiptastofnunar, stílaðar á Guðmundu Á. Geirsdóttur (gudmunda(hjá)pfs.is) eða Höllu Maríu Sveinbjörnsdóttur (halla(hjá)pfs.is eigi síðar en 28. ágúst nk.

Sjá samráðsskjöl:
Drög að greinargerð um ljósleiðaranet 
Drög að fyrirmynd útboðsgagna 1 (hönnun, bygging og rekstur ljósleiðaranets)
Drög að fyrirmynd útboðsgagna 2 (bygging ljósleiðaranets)

Til baka