Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

PFS birtir umsagnir vegna umræðuskjals um alþjónustuskyldur varðandi aðgang að almenna fjarskiptanetinu

2. september 2014

Þann 21. febrúar 2014 kallaði Póst- og fjarskiptastofnun eftir samráði hér á vefnum þar sem sett var fram um umræðuskjal um alþjónustuskyldur varðandi aðgang að almenna fjarskiptanetinu og kallað eftir umsögnum hagsmunaaðila.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú tekið saman yfirlit yfir helstu atriði þeirra athugasemda sem bárust. Í samantekt stofnunarinnar er að finna yfirlit yfir almennar athugasemdir umsagnaraðila, ásamt samantekt á svörum við þeim tilteknu spurningum sem stofnunin beindi út á markaðinn. Rétt er að geta þess að neðangreind samantekt er ekki tæmandi varðandi þær athugasemdir sem bárust.

Samantekt PFS á athugasemdum umsagnaraðila um umræðuskjal stofnunarinnar varðandi þá skyldu innan alþjónustu, að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið.

Umsagnir hvers umsagnaraðila er einnig hægt að sjá í heild hér fyrir neðan:

Umsögn Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga

Umsögn Byggðastofnunar

Umsögn Bændasamtakanna

Umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga

Umsögn IP fjarskipta (Tals)

Umsögn Mílu

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Umsögn Sveitarstjórnar Dalabyggðar

Umsögn Tengis hf.

Umsögn Vodafone

Póst- og fjarskiptastofnun mun á næstu dögum boða ákvörðun varðandi alþjónustuskyldur fjarskiptafyrirtækisins Mílu og verður hún birt á heimasíðu stofnunarinnar og öllum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með athugasemdir við þá útfærslu sem þar er boðuð.

Til baka