Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um gjaldskrá og skilmála Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar

Túngumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði um gjaldskrá og skilmála Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar

17. september 2014

Með ákvörðun PFS nr. 13/2014, dags. 30. júní sl., veitti PFS Mílu heimild til að hefja veitingu nýrra tegunda bitastraumsþjónustu áður en endanleg ákvörðun PFS um skilmála og verð fyrir þjónustuna lægi fyrir.

Nánar tiltekið er um að ræða breytingar á viðmiðunartilboði félagsins um bitastraumsaðgang að því er varðar aðgang að VDSL+ fyrirtækjatengingum vegna aðgangsleiða 1 og 3 annars vegar og hins vegar aðgang að lénum og tengiskilum vegna samtengingar fjarskiptafyrirtækja við xDSL og GPON kerfi Mílu vegna aðgangsleiðar 3. Um er að ræða nýja viðauka við umrætt viðmiðunartilboð, þ.e. viðauka 6, 7A og 7B.

Fram kom í framangreindri ákvörðun PFS að þau verð sem um ræddi í fyrirhuguðum viðaukum við umrætt viðmiðunartilboð skyldu gilda sem bráðabirgðaverð þar til endanleg verð hefðu verið ákvörðuð af PFS og skyldi uppgjör vegna hugsanlegs verðmismunar fara fram innan mánaðar frá því að sú ákvörðun lægi fyrir.

PFS hyggst samþykkja erindi Mílu með sérstakri ákvörðun hvað varðar kostnaðargreind verð og skilmála fyrir framangreindar þjónustur að undangengnu innanlandssamráði og samráði við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).

PFS kallar nú eftir samráði við hagsmunaaðila um heimild Mílu að breyta viðmiðunartilboði félagsins um bitastraumsaðgang að því er varðar tvenns konar þjónustu, þ.e. VDSL+ tengingar fyrir aðgangsleið 1 og 3 annars vegar og fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga við xDSL og GPON kerfi Mílu á aðgangsleið 3 hins vegar.

Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila við þeim drögum sem hér liggja fyrir. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað er í númer skjalsins og þá liði sem um ræðir.

Senda skal athugasemdir með pósti eða með tölvupósti til PFS, stílaðar á Huldu Ástþórsdóttur (hulda(hjá)pfs.is) ekki síðar en 8. október 2014.

Sjá samráðsskjölin (PDF skjöl):

Til baka