Hoppa yfir valmynd

Skylda Mílu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið - Framlengdur frestur til að skila athugasemdum við boðaða ákvörðun PFS

Tungumál EN
Heim
25. september 2014

Með tilkynningu hér á vefnum þann 5. september sl. boðaði Póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun sína um skyldu Mílu innan alþjónustu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið. Var hagsmunaaðilum gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við hina boðuðu ákvörðun.

Að beiðni hagsmunaaðila hefur stofnunin nú ákveðið að framlengja frest til að skila athugasemdum við hina boðuðu ákvörðun til og með 10. október nk.

Sjá tilkynningu hér á vefnum frá 5. september sl.:
PFS boðar ákvörðun um skyldu Mílu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið

 

Til baka