Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á gjaldskrá Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki

Túngumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á gjaldskrá Símans hf. fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki

22. desember 2014

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningum Símans hf. á heildsölugjaldskrá fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki og kallar eftir samráði um niðurstöðu þeirra.
Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Símans hf. með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðunardrögum stofnunarinnar (sjá meðfylgjandi samráðsskjal).

Samkvæmt endurskoðaðri kostnaðargreiningu Símans þá eru helstu verðbreytingarnar fyrir fast forval og einn heilstæðan reikning (FFER) þær að aðgangsgjald að símstöð fyrir POTS port hækka um 1,6%, aðgangsgjald að símstöð fyrir ISDN port hækkar um 2,5% og ISDN stofntengingar (30 rásir) hækka um 3,9%. Endurskoðuð verðskrá er birt í heild í viðauka I sem fylgir meðfylgjandi drögum að ákvörðun.

Eftir það innanlandssamráð sem hér er efnt til fara ákvörðunardrögin til samráðs við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Fyrirhugað er að verðskrár Símans hf. taki gildi við birtingu endanlegrar ákvörðunar PFS í málinu.

Hér með er fjarskiptafyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir vegna þeirra draga sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir. Þegar PFS hefur metið framkomnar athugasemdir og gert þær breytingar á frumdrögunum sem stofnunin telur nauðsynlegar mun PFS senda drögin til ESA til samráðs áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 9. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Hulda Ástþórsdóttir (netfang: hulda(hjá)pfs.is).

Sjá samráðsskjölin:

Drög að ákvörðun varðandi kostnaðargreiningu Símans hf. á heildsöluverðum fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki

Viðauki I við drög að ákvörðun PFS

 

Til baka