Hoppa yfir valmynd

PFS samþykkir gjaldskrá og skilmála Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar

Túngumál EN
Heim

PFS samþykkir gjaldskrá og skilmála Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar

23. desember 2014

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur, með ákvörðun sinni nr. 41/2014, samþykkt gjaldskrá og skilmála Mílu ehf. fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatenginga, með tilteknum breytingum.

Þessi ákvörðun kemur í kjölfar ákvörðunar stofnunarinnar nr. 13/2014 frá því í júní sl. Með henni var Mílu heimilað að hefja veitingu nýrra tegunda bitastraumsþjónustu áður en PFS tæki endanlega ákvörðun um skilmála og verð. Þetta eru annars vegar þjónusta sem felst í aðgangi að lénum og tengiskilum vegna samtengingar fjarskiptafyrirtækja við xDSL og GPON kerfi Mílu vegna aðgangsleiðar 3. Hins vegar er um að ræða þjónustu sem felst í aðgangi að VDSL+ fyrirtækjaþjónustu í aðgangsleiðum 1 og 3.

Með ákvörðun sinni nú hefur PFS samþykkt gjaldskrá og skilmála Mílu ehf. vegna þessara nýju tegunda af bitastraumsþjónustu, með breytingum sem tilteknar eru í ákvörðuninni.
Frumdrög að ákvörðuninni voru lögð fyrir hagsmunaaðila til samráðs á vef stofnunarinnar þann 17. september sl. og lauk samráðinu þann 8. október sl. Niðurstöðuna úr samráðinu má finna í fylgiskjali IV hér fyrir neðan.

Verð Mílu ehf. fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar á aðgangsleið 1 og 3 eru tilgreind í ákvörðunarorðum þessarar ákvörðunar. Hin nýja verðskrá Mílu tekur gildi frá og með 1. febrúar 2015 og tekur við af bráðabirgðaverðskrá sem sett var með fyrrnefndri ákvörðun PFS nr. 13/2014. Í samræmi við þá ákvörðun skal uppgjör vegna hugsanlegs verðmismunar fara fram eigi síðar en 1. mars 2015.

Skilmálar Mílu fyrir VDSL+ fyrirtækjaþjónustu í aðgangsleiðum 1 og 3 voru settir fram í viðaukum 7A og 7B við viðmiðunartilboð Mílu um bitastraumsaðgang. Ekki voru gerðar athugasemdir í innanlandssamráðinu við þessa viðauka og samþykkir PFS viðauka 7A og 7B eins og þeir birtust í framangreindu innanlandssamráði (sjá fylgiskjöl II og III hér fyrir neðan).

Skilmálar Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga voru sett fram í viðauka 6 við viðmiðunartilboðið um bitastraumsaðgang (sjá fylgiskjal I). PFS samþykkir skilmála og verð Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga, með þeim breytingum sem kveðið er á um í kafla 5 í ákvörðun þeirri sem hér er birt.
Drög að ákvörðuninni, voru send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og öðrum eftirlitsstofnunum á EES-svæðinu til samráðs þann 19. nóvember sl. Álit ESA er að finna í fylgiskjali V.

Ákvörðun PFS nr. 41/2014 og fylgiskjöl (pdf skjöl):

Ákvörðun PFS nr. 41/2014 varðandi verð og skilmála fyrir VDSL+ fyrirtækjatengingar og lén og tengiskil vegna samtenginga

 

 

Til baka