Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um beiðni Símans hf. um úthlutun tíðniheimilda á 700 MHz tíðnisviðinu

Túngumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði um beiðni Símans hf. um úthlutun tíðniheimilda á 700 MHz tíðnisviðinu

31. mars 2016

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um beiðni Símans hf. um úthlutun á 2x20 MHz á 700 MHz tíðnisviðinu. Þá óskar PFS eftir viljayfirlýsingum og greinargerðum aðila sem einnig óska eftir úthlutun á tíðnisviðinu.

PFS bendir á að ákvæði fjarskiptalaga og reglugerðar um skipulag og úthlutun tíðna í fjarskiptum, nr. 1047/2011, er um kveða á um þau sjónarmið sem viðhafa skal við úthlutun fjarskiptatíðna, þær heimildir sem PFS hefur við úthlutun sem og ítarlegar málsmeðferðarreglur þegar kemur að úthlutun gæðanna.

Í samráðsskjali stofnunarinnar, sem hér er birt, kemur fram sú afstaða stofnunarinnar að við úthlutun á tíðniheimildum á 700 MHz tíðnisviðinu skuli settar útbreiðslu- og uppbyggingarkröfur.

Mun PFS, líkt og áður, horfa til stefnumörkunar stjórnvalda varðandi háhraða farnetsþjónustu þegar slíkar kröfur verða ákvarðaðar. PFS telur aftur á móti mikilvægt að eiga sem best samtal við hagsmunaaðila þegar kemur að nálgun, mótun og framkvæmd útbreiðslu- og uppbyggingarkrafna á markaðsbrestssvæðum svo öll sjónarmið þeirra liggi til grundvallar við mótun krafnanna.

Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila á því samráðsskjali sem hér birtist um beiðni Símans hf. um úthlutun á á 700 MHz tíðnisviðinu. Þá er óskað eftir viljayfirlýsingum og greinargerðum aðila sem einnig óska eftir úthlutun á tíðnisviðinu.

PFS áréttar mikilvægi þess að hagsmunaaðilar setji fram skýrar athugasemdir og svari með ítarlegum hætti þeim spurningum sem settar eru fram í samráðsskjalinu. Er slíkt nauðsynlegt við mat stofnunarinnar á því hvort raunhæf eftirspurn ef eftir úthlutun á tíðnisviðinu.

Senda skal athugasemdir við beiðni Símans hf. og svör við spurningum stofnunarinnar sem og, eftir atvikum, viljayfirlýsingar og greinargerðir aðila, til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir lok föstudagsins 15. apríl 2016.

Samráðsskjal PFS um beiðni Símans hf. um úthlutun tíðna á 700 MHz tíðnisviðinu

 Til baka