Hoppa yfir valmynd

PFS endurúthlutar tíðnum á 900 MHz tíðnisviðinu til Símans og Vodafone

Túngumál EN
Heim

PFS endurúthlutar tíðnum á 900 MHz tíðnisviðinu til Símans og Vodafone

23. júní 2016

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur með ákvörðun sinni nr. 7/2016 ákveðið að endurúthluta tíðnisviði á 900 MHz tíðnisviðinu til Símans og Vodafone. Tíðniheimildir félaganna, hvor um sig fyrir 2x5 MHz með gildistíma til 13. febrúar 2017, verða því endurnýjaðar á næstunni.
Telur stofnunin eðlilegt að endurnýjunin fylgi gildistíma annarra tíðniheimilda á 900 MHz tíðnisviðinu og gildir endurnýjunin því til 13. febrúar 2022.

Allt 900 MHz tíðnisviðið skal vera tæknilega hlutlaust frá og með 14. febrúar 2017.

Kallað var eftir samráði við hagsmunaaðila í mars sl. Það er niðurstaða PFS að þessi ráðstöfun hafi ekki neikvæð áhrif á samkeppni eða skipulag tíðnirófsins, sbr. 2. mgr. 32. gr. reglugerðar 1047/2011, né séu tiltekin skilyrði í 4. mgr. ákvæðisins, eða önnur málefnaleg sjónarmið, sem mæli gegn þeirri ráðstöfun.

Í ljósi þess að Alþingi hefur áður lagt á gjöld fyrir hagnýtingu tíðnirófsins fyrir almenna fjarskiptaþjónustu telur PFS rétt að endurnýja umræddar tíðniheimildir með fyrirvara um mögulega gjaldtöku fyrir tíðniafnotin.

Af þessari ákvörðun leiðir að skipting 900 MHz tíðnisviðsins milli núverandi tíðnirétthafa, sem gilt hefur frá því snemma árs 2012, helst óbreytt fram í febrúar 2022. Er sú niðurstaða í samræmi við þá meginreglu að endurnýja skuli tíðniheimildir, nema að málefnalegar ástæður leiðir til annars.

Sjá ákvörðun í heild ásamt viðauka:

Ákvörðun PFS nr. 7/2016 ásamt viðauka með niðurstöðum úr samráði

 

 

Til baka