Hoppa yfir valmynd

Sameiginlegt álit Norrænna eftirlitsstofnana

Túngumál EN
Heim

Sameiginlegt álit Norrænna eftirlitsstofnana

6. júlí 2016

Í ágúst síðastliðnum gáfu Norrænu fjarskiptaeftirlitsstofnanirnar frá sér sameiginlegt álit varðandi stefnumótun Evrópusambandsins (ESB) í málefnum sameinaðs innri markaðar fyrir stafræna þjónustu (e. Digital Single Market Strategy). Nú hafa stofnanirnar tekið sameiginlega afstöðu til ýmissa annarra málefna því til viðbótar er tengjast umræddri stefnumótun ESB og sent það álit sitt til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Að mati Norrænu fjarskiptaeftirlitsstofnananna er núgildandi fjarskiptaregluverk ESB ekki fullnægjandi til að mæta nýjum áskorunum á þessu sviði. Reglur sem eru sértækar fyrir fjarskiptageirann mættu innihalda vægari úrræði til handa fjarskiptaeftirlitsstofnunum en þau sem nú eru fyrir hendi, þannig að unnt væri að gæta meðalhófs í ríkari mæli en hingað til.

Til að styðja þróun markaðarins, og ný viðskiptalíkön, mæla Norrænu eftirlitsstofnanirnar með því að farið verði varlega í reglusetningu nýrra kosta í rafrænni þjónustu (OTT) og mæla með því að dregið sé úr reglusetningu þar sem þess er kostur.

Norrænu eftirlitsstofnanirnar vinna saman að því markmiði að allir íbúar hafi skjótan og greiðan aðgang að næstu kynslóðar farþjónustu. Samræmt tíðniróf er þegar orðið staðreynd í Evrópu. Stofnanirnar eru á þeirri skoðun að samvinna á því sviði, sem þegar hefur skilað árangri, geti þróast áfram og aukist, en það muni ekki gerast með aukinni samræmingu í tíðnimálum á vettvangi ESB.

Álitsgerðin (pdf).

Til baka