Hoppa yfir valmynd

Kröfu um að myndsímatúlkun falli undir alþjónustu hafnað

Túngumál EN
Heim

Kröfu um að myndsímatúlkun falli undir alþjónustu hafnað

4. janúar 2017

Með ákvörðun sinni nr. 20/2016 hefur Póst- og fjarskiptastofnun hafnað kröfu Félags heyrnarlausra um að myndsímatúlkun falli undir alþjónustu og ætti því að vera fjármögnuð úr jöfnunarsjóði alþjónustu.

Telur stofnunin að slík kvöð, sem ekki eru fordæmi fyrir, yrði ekki lögð á fjarskiptafyrirtæki hér á landi, án skýrrar lagaheimildar um að slík þjónusta tilheyri alþjónustuhugtakinu eins og það hefur verið skýrt hingað til og/eða að ráðherra taki ákvörðun um að fella þessa þjónustu undir alþjónustuhugtakið.

Sjá nánar í ákvörðuninni sjálfri:

Ákvörðun PFS nr. 20/2016 - Umsókn Félags heyrnarlausa um að myndsímatúlkun falli undir reglur um alþjónustu samkvæmt lögum um fjarskipti.

Sjá einnig lög um fjarskipti nr. 81/2003 og reglugerð um alþjónustu á sviði fjarskipta nr. 1356/2007

 

 

Til baka