Hoppa yfir valmynd

Breyting á númerareglum til að hægt sé að úthluta númerum fyrir bein samskipti milli tækja og hluta

Túngumál EN
Heim

Breyting á númerareglum til að hægt sé að úthluta númerum fyrir bein samskipti milli tækja og hluta

5. janúar 2017

Bein samskipti milli tækja og hluta (M2M á ensku, eða TíT (tæki í tæki) á íslensku) fara nú hratt vaxandi m.a. vegna örrar tækniþróunar sem byggist á næstu kynslóðar fjarskiptakerfum og lækkun kostnaðar í farsíma- og farnetskerfum. Þessi samskipti geta verið bæði þráðlaus og í fastlínukerfum. Sem dæmi um tæki og hluti sem byggja á TíT samskiptum má nefna faxtæki, viðvörunarkerfi, sjálfsala, alls kyns tæki í iðnaðarframleiðslu og nú eru t.d. sjálfkeyrandi bifreiðar að ryðja sér til rúms.

Nauðsynlegt er að aðlaga regluverk um fjarskipti að þessum breytingum og nú hefur reglum um  skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga á sviði fjarskipta verið breytt þannig að hægt sé að úthluta númerum fyrir TíT þjónustu. 

Á vef Stjórnartíðinda hafa verið birtar nýjar reglur nr. 1289/2016 um breytingu á reglum nr. 590/2015 um  skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga á sviði fjarskipta.  Skv nýju reglunum hljóðar 19. töluliður 7. gr. reglnanna svo:

Númer sem byrja á 3, skulu vera 9 stafa löng. Númer sem byrja á 35 X XXX XXX skal úthlutað til notkunar fyrir tæki-í-tæki (TíT) þjónustur (e. M2M) vegna tækja sem eru framleidd innanlands eða eru flutt inn til innlendrar notkunar. Númer fyrir slíka þjónustu skulu ávallt tengjast símkorti (SIM). Óheimilt að nota númer sem byrja á 3 í virðisaukandi þjónustu.

Sú TíT þjónusta sem verið hefur til staðar hingað til hér á landi hefur notað hefðbundin fastlínu- eða farsímanúmer og í dag eru um 24.000 númer notuð fyrir slíka þjónustu. Vitað er um áhuga nokkurra aðila fyrir aukinni TíT þjónustu á Íslandi.

PFS vill árétta, í ljósi þessarar reglubreytingar, að ekki er heimilt að úthluta númerum fyrir TíT þjónustu úr skilgreindum númeraröðum fyrir farsíma.

 

 

Til baka