Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um skilmála viðmiðunartilboðs um aðgang að leigulínum

Túngumál EN
Heim

Samráð við ESA um skilmála viðmiðunartilboðs um aðgang að leigulínum

5. janúar 2017

Þann 16. ágúst sl. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um skilmála viðmiðunartilboðs Mílu um aðgang að leigulínum í heildsölu. Engar athugasemdir bárust frá markaðsaðilum. Að samráðinu loknu ákvað PFS að gera tillögur að fjórum nánar tilteknum breytingum á umræddu viðmiðunartilboði. Mílu var síðan veitt færi á að tjá sig um umræddar breytingar, auk þess sem PFS efndi til samráðs um ákvörðunardrögin þann 23. nóvember sl. Engar athugasemdir bárust við ákvörðunardrögin frá markaðsaðilum.

Áður en endanleg ákvörðun verður tekin sendir PFS ákvörðunardrögin til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Þessir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin . Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni. Gera má ráð fyrir því að endanleg ákvörðun líti dagsins ljós fljótlega í febrúar og að hið nýja viðmiðunartilboð taki gildi frá og með 1. mars nk.

Eftirfarandi drög að ákvörðun PFS, ásamt viðauka, voru send ESA:

Skjölin á íslensku:

Drög að ákvörðun um viðmiðunartilboð Mílu fyrir leigulínur í heildsölu

Viðauki við ákvörðunardrögin - Fyrirmæli um breytingar

Skjölin á ensku:

Draft Decision - Míla Reference Offer for wholesale leased lines

Appendix - Instructions for changes

 

 

 

Til baka