Hoppa yfir valmynd

Enn engar staðfestar tilkynningar vegna WannaCry tölvuóværunnar hérlendis

Túngumál EN
Heim

Enn engar staðfestar tilkynningar vegna WannaCry tölvuóværunnar hérlendis

15. maí 2017

Nú kl. 16:30 hafa enn engar staðfestar tilkynningar eða nýjar vísbendingar borist til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS um sýkingar í tölvum hérlendis af völdum WannaCry óværunnar. 

Grannt er fylgst með þróun mála og verða birtar frekari tilkynningar um stöðuna hérlendis eftir því sem þörf er á.

Ítrekað er að ef grunur leikur á smiti af völdum WannaCry óværunnar er óskað eftir því að tilkynning um það verði send til Netöryggissveitarinnar.

Tilkynningar sendist á cert@cert.is eða á fax nr. 510-1509.

Þegar atvik eru tilkynnt er gott að senda eftirfarandi í sem ítarlegustu formi:

  • Tengiliðaupplýsingar - í það minnsta tölvupóstfang
  • Sem nákvæmust lýsing á því sem gerðist
  • Skrár með spillikóða eða lista af skrám sem vírusvörn finnur
  • Skjáskot af kúgunarbréfum með upplýsingum s.s. bitcoin greiðsluleiðbeiningum og sérstaklega bitcoin reikningi
  • Skjáskot af skráalista í windows explorer með skráaendingum sem óværan hefur breytt

 

 

 

 

 

Til baka