Hoppa yfir valmynd

Ekki fleiri staðfest smit af völdum WannaCry hérlendis

Túngumál EN
Heim

Ekki fleiri staðfest smit af völdum WannaCry hérlendis

16. maí 2017

Nú kl. 16:30 hafa ekki borist fleiri staðfestar tilkynningar um tölvusýkingar af völdum WannaCry óværunnar frá því í morgun þegar ljóst var að tvær tölvur höfðu smitast hérlendis. Hvorug þeirra tengdist mikilvægum upplýsingainnviðum í samfélaginu.

Mjög hefur hægt á útbreiðslu óværunnar, en Netöryggissveitin CERT-ÍS er áfram í virkum samskiptum við fjölda aðlila bæði innanlands og utan vegna þessarar umfangsmestu gagnagíslatökuárásar sem heimurinn hefur séð hingað til. 

Áfram verður grannt fylgst með þróun mála.

Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar og yfirmaður Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS mun svara fyrirspurnum fjölmiðla varðandi málið.

Netfang hans er thorleifur@pfs.is.   

 

 

Til baka