Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um viðmiðunartilboð Mílu fyrir bitastraumsaðgang í heildsölu

Túngumál EN
Heim

Samráð við ESA um viðmiðunartilboð Mílu fyrir bitastraumsaðgang í heildsölu

29. maí 2017

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um viðmiðunartilboð Mílu fyrir bitastraumsaðgang í heildsölu til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Efnt var til innanlandssamráðs um drög Mílu að nýju viðmiðunartilboði um þetta efni þann 9. júní 2016, sem lauk 23. ágúst sama ár. Athugasemdir bárust frá Símanum, Vodafone, Snerpu og Hringiðunni. Í kjölfar ofangreindra athugasemda gerði Míla þann 12. október 2016 töluverðar breytingar á viðmiðunartilboðsdrögunum. PFS efndi til samráðs um drög að ákvörðun í málinu þann 7. desember sl. Athugasemdir bárust frá Snerpu.

Fyrirhuguð ákvörðun byggist á ákvörðun PFS nr. 21/2014, um útnefningu Mílu með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir aðgang að heimtaugum og bitastraumi (markaðir 4 og 5/2008).

Það er niðurstaða PFS í þeim ákvörðunardrögum sem í dag voru send til ESA til samráðs að samþykkja umrædd viðmiðunartilboðsdrög Mílu um heildsöluaðgang að bitastraumi með nánar tilteknum breytingum.

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs í dag með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni.

Geri ESA ekki efnislegar athugasemdir við ákvörðunardrögin mun hið nýja viðmiðunartilboð taka gildi frá og með 1. ágúst nk. Ætla má að endanleg ákvörðun PFS í málinu líti dagsins ljós um mánaðamótin júní/júlí.

Skjölin sem send voru til ESA eru hér fyrir neðan:

Á íslensku:

Á ensku:

 

 

Til baka