Hoppa yfir valmynd

Póst og fjarskiptastofnun hefur vísað frá umsókn Mílu um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu

Túngumál EN
Heim

Póst og fjarskiptastofnun hefur vísað frá umsókn Mílu um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu

22. júní 2017

Beiðni Mílu um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu hefur verið vísað frá með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 8/2017

Í ákvörðuninni vísar stofnunin m.a. til þess að hún hafi með ákvörðun sinni nr. 29/2013 tekið formlega og efnislega afstöðu til nokkurra álitamála varðandi umsókn Mílu árið 2013 um framlag úr jöfnunarsjóði. M.a. telur stofnunin að líta beri á Mílu og Símann sem eina efnahagslega einingu með tilliti til umsóknar um framlag úr sjóðnum.  Því er Míla ósammála.  Þar sem Míla hefur ekki bætt úr þessum annmörkum í hinni nýju umsókn þrátt fyrir leiðbeiningar þar um var því óhjákvæmilegt annað en að vísa erindi Mílu frá stofnuninni.

Ákvörðun PFS nr. 8/2017 - Frávísun á umsókn Mílu um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu

 

 

Til baka