Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

Niðurstöður úr samráði um úthlutun tíðna fyrir hljóðvarp.

30. júní 2017

Niðurstöður úr samráði um úthlutun tíðna fyrir hljóðvarp. 
Athugasemdarfrestur til 14. júlí nk.

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur unnið úr svörum sem bárust í samráði um úthlutun tíðna fyrir hljóðvarp sem sett var af stað í apríl sl.

Helstu niðurstöður voru eftirfarandi:

1. PFS telur að viðvarandi umframeftirspurn sé eftir FM tíðnum á höfuðborgarsvæðinu og til lengri tíma litið sé ekki hægt að verða við óskum allra um aukatíðnir. Hins vegar telur PFS mögulegt til skemmri tíma að koma til móts við óskir fyrirtækja sem ekki hafa áður fengið aukatíðnir og ekki eru með sendiaðstöðu á Úlfarsfelli. PFS hefur í hyggju að úthluta auka FM tíðnum með eftirfarandi hætti:

  • Þeim fjórum stöðvum sem ekki eru með aukatíðnir á höfuðborgarsvæðinu og ekki eru með senda á Úlfarsfelli, verði gefinn kostur á einni aukatíðni á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða dagskrárnar FM957, K100, Kiss FM og Útvarp Saga.
  • Ekki verði heimiluð notkun á fleiri en tveimur tíðnum alls fyrir sömu dagskrá.
  • Sendar með aukatíðni verði helst staðsettir í Álfsnesi.
  • Úthlutanir verða tímabundnar að venju og með þeim fyrirvara að verði sendar bannaðir á Úlfarsfelli eða Vatnsenda og ekki finnist aðrir sambærilegir sendistaðir, eða að forsendur breytist verulega af öðrum orsökum, þá komi þessar úthlutanir til endurskoðunar og tíðnum verði e.t.v. úthlutað með öðrum hætti ef sú staða kemur upp.
  • Haldið verður eftir 4  tíðnum fyrir skammtímahljóðvarp.2. Ekki komu fram óskir um FM tíðnir fyrir nýjar dagskrár. PFS telur þó rétt að halda eftir a.m.k. 2 tíðnum til þess að gera innkomu nýrra aðila á markaðinn mögulega á næstu árum.

3. Ekki komu fram ákveðnar óskir um að fá úthlutað tíðnum fyrir stafrænt DAB hljóðvarp að svo stöddu.

4. Meirihluti umsagnaraðila benti á nauðsyn þess að tryggja hentuga sendistaði fyrir höfuðborgarsvæðið til frambúðar og lýstu áhyggjum vegna stöðu sendistaða á Vatnsenda og í Úlfarsfelli þar sem óvissa ríkir um framtíð þeirra.

Nánar er fjallað um umsagnir og niðurstöður PFS í meðfylgjandi skjali.

PFS mun í framhaldi af samráði þessu hvetja til umræðu um framtíðar fyrirkomulag fyrir sendistaði fyrir  aflmikla hljóðvarps- og sjónvarpssenda á höfuðborgarsvæðinu.

PFS gefur hagsmunaaðilum kost á að tjá sig um afstöðu PFS varðandi úthlutun FM tíðna sbr. lið 1 hér að ofan. Athugasemdir skulu berast PFS fyrir 14. júlí nk., en eftir þann tíma má búast við að tíðnum verði úthlutað í samræmi við ofangreint.

Niðurstöður úr samráði:
Samráð um úthlutun tíðna fyrir hljóðvarp - FM og DAB

Svör sem bárust í fyrra samráði: (PDF skjöl)
365
Fjarskipti
Radio.is
RUV
Útvarp Saga

Til baka