Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um heildsölugjaldskrá Mílu fyrir ljóslínur

Tungumál EN
Heim
13. október 2017

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir ljóslínur í götuskápa og ljóslínur í aðgangsneti til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 

Samkvæmt ákvörðunardrögunum hyggst PFS samþykkja kostnaðargreiningu Mílu með þeim breytingum sem gerðar voru við meðferð greiningarinnar hjá stofnuninni. 
Niðurstaða kostnaðargreiningar Mílu er að gjald fyrir ljóslínu í aðgangsneti, eitt par, hækkar úr 16.583 kr. í 19.595 kr. sem er um 18% hækkun. Aðrar ljóslínur hækka til samræmis. Mjög langt er síðan núverandi verð tók gildi og er hækkunin langt undir hækkun verðlags frá þeim tíma. 

Á tímabilinu 17. júlí til 18. ágúst sl. fór fram innanlandssamráð um umræddar breytingar á gjaldskrá fyrir ljóslínur í götuskápa og ljóslínur í aðgangsneti. Engar athugasemdir bárust í samráðinu.

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs í dag með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni. 

Eftirfarandi drög að ákvörðun PFS voru send ESA:

Draft decision on Mila's tariff for fibre access (pdf)
Appendix I (pdf)

Til baka