Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á gjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3

Túngumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun á gjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3

20. október 2017

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið yfirferð á kostnaðargreiningu Mílu ehf. á nýrri þjónustu, IP talsímaþjónustu (VoIP) á aðgangsleið 3. Í dag er Míla ehf. að bjóða VoIP þjónustu á aðgangsleið 1 en þessi þjónusta hefur ekki verið í boði á aðgangsleið 3. VoIP þjónusta tilheyrir heildsölumarkaði fyrir bitastraumsaðgang sem er markaður nr. 5 samkvæmt tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2008.

Meðfylgjandi drög að ákvörðun byggja á ákvörðun PFS nr. 21/2014 um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum heimtauga og bitastraums.

Samkvæmt drögunum hyggst PFS samþykkja kostnaðargreiningu Mílu ehf. en samkvæmt henni verður stofngjald fjarskiptafyrirtækis 1.073.280 kr. og mánaðargjald hverrar tengingar 233 kr. Í meðfylgjandi drögum eru tilgreindar þær forsendur sem liggja til grundvallar í kostnaðargreiningu Mílu ehf. og fyrirhugaðri niðurstöðu PFS.

Hér með er fjarskiptafyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir vegna þeirra draga sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir. Þegar PFS hefur metið framkomnar athugasemdir og gert þær breytingar á frumdrögunum sem stofnunin telur nauðsynlegar mun PFS senda drögin til ESA til samráðs áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 9. nóvember nk.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Ástþórsdóttir (netfang: hulda(hjá)pfs.is).

PFS mun birta opinberlega allar athugasemdir sem berast, nema sérstaklega verði óskað trúnaðar og mun þá stofnunin leggja mat á slíka beiðni.

Sjá nánar í samráðsskjalinu:

Drög að ákvörðun PFS - Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

 

 

 

Til baka