Hoppa yfir valmynd

Fjöldi kvartana vegna óumbeðinna fjarskipta í tengslum við alþingiskosningarnar

Túngumál EN
Heim

Fjöldi kvartana vegna óumbeðinna fjarskipta í tengslum við alþingiskosningarnar

30. október 2017

Tugir einstaklinga hafa sent erindi til Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) þar sem kvartað er vegna óumbeðinna SMS skeyta sem viðkomandi fengu send frá stjórnmálaflokkum í tengslum við alþingiskosningarnar um helgina.

Öll þessi erindi eru komin til skoðunar hjá starfsmönnum stofnunarinnar.  Við vekjum athygli á sérstakri upplýsingasíðu hér á vefnum um óumbeðin fjarskipti og þær reglur sem um þau gilda.

Einnig hefur PFS gefið út leiðbeiningabækling varðandi óumbeðin fjarskipti og beina markaðssetningu sem hægt er að ná í á pdf formi hér fyrir neðan.

Leiðbeiningabæklingur_PFS_óumbeðin fjarskipti_feb_2015.pdf

 

Til baka