Hoppa yfir valmynd

Íslandspósti gert að gera breytingar á afsláttarskilmálum

Túngumál EN
Heim

Íslandspósti gert að gera breytingar á afsláttarskilmálum

31. október 2017

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 23/2017, þar sem Íslandspósti er gert að afturkalla tilkynningu til viðskiptavina sinna frá 7. apríl 2017,  um niðurfellingu svokallaðra viðbótarafslátta magnpósts innan einkaréttar, eða geri aðrar þær breytingar á afsláttarfyrirkomulaginu, sem leiða til þess að tryggt sé að sendendur póstsendinga og/eða söfnunaraðilar fái þann afslátt sem þeim ber lögum samkvæmt. Ákvörðunin er tekin  með vísan til 1. mgr. 16. gr. laga um póstþjónustu nr. 19/2002.

Telur stofnunin að Íslandspóstur hafi ekki sýnt fram á að eftir niðurfellingu viðbótarafsláttar væri fyrirtækið að skila öllum sparnaði af viðskiptum við söfnunaraðila og/eða stóra sendendur pósts í formi afslátta, eins og skylt er samkvæmt 5. mgr. 16. gr. laga um póstþjónustu nr. 19/2002.

PFS hafði áður frestað gildistöku skilmálanna með ákvörðun sinni nr. 9/2017, sem staðfest var með úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála nr. 3/2017, með þeirri breytingu að frestunin myndi aðeins gilda til 1. nóvember 2017.

Sjá nánar í ákvörðuninni sjálfri:

Ákvörðun PFS nr. 23/2017 - Afslættir vegna reglubundinna viðskipta í pósti 

 

 

 

Til baka