Hoppa yfir valmynd

Samráð um fyrirhugaða útnefningu fyrirtækis með alþjónustuskyldu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið

Túngumál EN
Heim

Samráð um fyrirhugaða útnefningu fyrirtækis með alþjónustuskyldu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið

23. nóvember 2017

Þann 31. desember nk. fellur úr gildi ákvörðun PFS nr. 4/2016, þar sem Míla ehf. var útnefnd með alþjónustuskyldu til að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið.

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kallar nú eftir samráði við hagsmunaaðila til undirbúnings töku nýrrar ákvörðunar. Í umræðuskjalinu er m.a. leitað eftir samráði um þau viðmið sem PFS hyggst leggja til grundvallar við val á alþjónustuveitanda. Það er mat PFS að enn sé þörf á því að viðhalda alþjónustukvöð um að útvega tengingar við almenna fjarskiptanetið og að Míla ehf. sé eina fjarskiptafyrirtækið sem uppfylli þau viðmið sem stofnunin hefur í hyggju að leggja til grundvallar við ákvarðanatöku.

Áfram er haldið á þeirri braut sem mörkuð var með fyrrnefndri ákvörðun nr. 4/2016, að afmarka skylduna við þau svæði þar sem ekki hefur verið byggt upp annað aðgangsnet. Gert er ráð fyrir að sett verði almenn skilyrði sem ákvarða hvort alþjónustukvaðar sé þörf, s.s. um útbreiðslu hins staðbundna nets, tengihlutfall alþjónustuveitanda og um hámarksgjald sem eigandi hins staðbundna nets getur krafið notandann um fyrir tenginguna. Séu umrædd skilyrði uppfyllt geti alþjónustuveitandi losað sig undan alþjónustukvöð með tilkynningu þess efnis til PFS.

Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila á því samráðsskjali sem hér er birt. Stofnunin mun í framhaldinu yfirfara þær athugasemdir sem berast og taka síðan ákvörðun um útnefningu alþjónustuveitanda með skyldu til að útvega tengingar við almenna fjarskipanetið.

Einnig vill stofnunin spyrja hagsmunaaðila um það hvort þeir telji að endurskoða þurfi ákvarðanir 30/2013 og 31/2013 þar sem felldar voru niður alþjónustukvaðir varðandi talsímaþjónustu, gagnaflutningsþjónustu, rekstur almenningssíma, þjónustu við notendur með sérstaka þjóðfélagsþarfir og um að veita upplýsingaþjónustu um símanúmer og útgáfu símaskrár.

Umsagnaraðilar eru enn fremur hvattir til að segja álit sitt á drögum að breytingu á lögum um fjarskipti er varða alþjónustu, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnti í ágúst sl.

Frestur til að koma að athugasemdum er til og með 8. desember nk. og skal senda athugasemdir með almennum pósti til stofnunarinnar eða á netfangið fridrik(hjá)pfs.is

Að samráðinu loknu mun stofnunin birta samantekt um niðurstöður þess.

 

Umræðuskjal PFS - Forsendur alþjónustuútnefningar

 

Til baka